Í dag kusu nemendur Höfðaskóla í krakkakosningum á vegum Umboðsmanns barna. Á Krakkarúv eru kynningarmyndbönd frambjóðenda sem nemendur horfðu á, áður en gengið var til kosninga. Við sendum niðurstöður til Umboðsmanns barna og verða heildarniðurstöður birtar að kosningum loknum. Við munum birta niðurstöður skólans að kosningum loknum.
Svona verkefni er frábært í lýðræðiskennslu og þjálfun í að vera upplýstur borgari í lýðræðissamfélagi.
Nemendur yngsta stigs fóru síðan öll saman niður í eldhús og fengu sér kosningakaffi.
Hér er hægt að kynna sér betur verkefnið á vef Umboðsmanns barna
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |