Kveðja fyrir vetrarfrí

Heil og sæl

Stutt vika hjá okkur núna þar sem vetrarfrí er framundan fimmtudag, föstudag, mánudag og þriðjudag. 

Vikan hefur gengið vel og ýmislegt verið brallað. Nemendur á yngsta stigi voru í útikennslu í snjónum í gær. Myndir hér. 

Í næstu viku verður Halloween og þá verður margt skemmtilegt að gerast. Á miðvikudag geta nemendur í 5.- 10. bekk og aðrir bæjarbúar farið í draugahús í félagsmiðstöðinni og nemendur yngsta stigs geta svo heimsótt draugahúsið á fimmtudag. Þá ætla einhver að ganga í hús og biðja um grikk eða gott og við vonum að öll taki vel á móti krökkunum. Fimmtudaginn 31. október verður í boði að koma í búningum í skólann.

Við vonum að þið njótið daganna framundan
Við sjáumst hress og kát á miðvikudag
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín