Unglingar í leiklistarvali settu upp leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Backmann og sýndu það þrisvar sinnum í Fellsborg. Verkið er eitt af fjórum leikverkum Þjóðleiks árið 2019. Það fjallaði um ungmenni sem þurftu að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir foreldrahlutverkinu. Það gerðist á einni kvöldstund og fylgdumst við með hinni ungu móður, Lísu, vinkonu hennar, Sæunni, barnsföðurnum Gísla og vini hans Didda svo nokkur séu nefnd. Lísa þurfti að hugsa um soninn en krakkana langaði á skólaballið… eitt leiddi af öðru og að lokum voru örlögin í höndum áhorfenda. Óhætt er að segja að nemendur hafi staðið sig vel. Áformað er að hópurinn fari í Hveragerði í lok apríl og hitti þar aðra Þjóðleikshópa og mun leikritið verða sýnt þar tvisvar sinnum.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |