Litlu jólin

Í dag var síðasti skóladagur ársins sem endaði á skemmtilegri stund þegar litlu jólin voru haldin með breyttu sniði. Í morgun voru nemendur með sínum umsjónarkennurum og brölluðu ýmislegt skemmtilegt. Hugrún Sif og Jón Ólafur leiddu söng á söngsal og spiluðu undir, nemendur fóru í ratleik, spurningakeppnir og margt fleira skemmtilegt. Við fórum svo öll saman í hádeginu og borðuðum möndlugrautinn sem að þessu sinni var borðaður í Fellsborg.

Seinnipartinn mættum við svo aftur prúðbúin, áttum góða stund í skólanum áður en við héldum í Fellsborg þar sem Esme, Kristín og Atli voru búin að undirbúa dásamlegan hátíðarkvöldverð og dagurinn endaði svo á jólaballi, þar sem Hugrún Sif og Jón Ólafur voru aftur mætt til að leiða söng og dans. 

Nemendur héldu svo í jólafrí og mæta aftur í skólann mánudaginn 6. janúar 2025.

Við þökkum öllum sem gerðu daginn að því sem hann var, við erum í skýjunum með þetta allt saman. Myndir hér.