Á morgun er síðasti skóladagurinn fyrir jólafrí. Nemendur verða með sínum umsjónarkennurum frá 8:20-12:00, frístund verður með hefðbundnu sniði eftir hádegi og svo hefjast litlu jólin í skólanum kl. 17:00. Við höldum svo í Fellsborg og borðum hátíðarkvöldverð og dönsum kringum jólatréð. Eftir það halda nemendur og starfsfólk í jólafrí.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar og komandi ári. Takk fyrir samstarfið á árinu. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur, mánudaginn 6. janúar kl. 8:20.
Við vonum að þið njótið hátíðanna
Jólakveðja frá starfsfólki Höfðaskóla
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |