Í dag tóku nemendur úr Höfðaskóla þátt í ljósagöngu sem haldin var í tengslum við ljóslistahátíðina Light Up hér á Skagaströnd. Nemendur á yngsta- og miðstigi sem nú eru í myndmennt hjá Kristbjörgu Dúfu fóru í listasmiðju í Nes listamiðstöð og unnu þar ýmis verk sem þau voru með í göngunni.
Skemmtilegt verkefni sem allir höfðu gaman af. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að taka þátt í viðburðum í samfélaginu og samstarf Höfðaskóla við listafólkið í Nes listamiðstöð er alltaf skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni verkefnavinnu. Myndir frá undirbúningnum og deginum í dag má sjá hér.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |