Matreiðsla á unglingastigi
21.09.2022
Nemendur á unglingastigi hafa verið í heimilisfræðivali í vetur þar sem áherslan er á þjóðlega rétti, bæði bakstur og mat. Nú þegar hafa nemendur steikt pönnukökur, bakað formkökur og í gær bökuðu þau kanilsnúða eins og amma gerði þá. Þá hafa nemendur einnig lært að búa til kjötfars og kartöflumús frá grunni, þar sem þau steiktu kjötbollur og útbjuggu soðsósu. Þau munu þegar fram líða stundir læra að gera kássu úr afgöngnum og brúntertu svo eitthvað sé nefnt.
Þær uppskriftir sem nemendur vinna með eru ættaðar frá Kvennaskólanum á Blönduósi, þrátt fyrir að meirihluti nemenda séu strákar, og úr uppskriftabók ættaðri frá Vindhæli.
Matreiðslukennari á unglingastigi þetta árið er Ásdís Ýr
Myndir af snúðagerð gærdagsins
eru hér