Míla umburðarlyndis

Í dag gengur nemendur og starfsfólk skólans ásamt nokkrum góðum gestum eina mílu í tilefni af degi umburðarlyndis. Leiðtogi göngunnar í ár var Sæþór Daði Guðmundsson sem fór fyrir hópnum. Kalt var í veðri en gangan gekk engu að síður vel og nutu allir útiverunnar. Við þökkum þeim sem slóust í för með okkur kærlega fyrir gönguferðina, það skiptir okkur miklu máli þegar samfélagið tekur þátt í viðburðum sem skólinn stendur fyrir. Við vonum að gönguferðin ,,míla umburðarlyndis" sé komin til að vera á degi umburðarlyndis ár hvert. 

Myndir hér