Myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára

Nú í sumar efndi verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára. Viðfangsefnið var matur framtíðarinnar og sendu nemendur inn sína myndrænu útfærslu á því hvernig þeir sæju fyrir sér mat framtíðarinnar. 

Nemendur Höfðaskóla sendu inn hvert listaverkið á fætur öðru og það var hún Victoría Mist Ernstdóttir sem landaði þriðja sætinu í keppninni.

Við óskum henni innilega til hamingju.

https://matis.is/frettir/hvernig-verdur-matur-framtidarinnar-urslit-myndasamkeppni-nextgenproteins/