Myndmennt

List- og verkgreinar hófust í vikunni og yngri hópurinn litaði saman myndir og teiknuðu myndaramma á stórt blað. Útkoman var eins og mörg lítil listaverk. Þau lærðu líka um línur og form og fengu nokkrar teikniæfingar sem tengdust því.

Nemendur á miðstigi fóru í skemmtilega teiknileiki með teningum og æfðu sig líka í japanskri list sem kallast Notan. Æfingin snýst um að læra muninn á jákvæðu og neikvæðu rými í myndlist og einnig góð æfing í speglun.