Í morgun lögðu nemendur í 5. og 6. bekk Höfðaskóla sitt að mörkum til hreinna umhverfis með því að tína rusl í nágrenni skólans.
Það var af nógu að taka og voru krakkarnir dugleg við að tína upp það sem hafði safnast í kringum skólalóðina og nærliggjandi svæði.
Verkefnið var liður í umhverfismennt og góð áminning um mikilvægi þess að ganga vel um og sýna umhverfinu virðingu.
Nemendur stóðu sig frábærlega og sýndu bæði samvinnu og samfélagslega ábyrgð.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |