Clotilde er grafískur hönnuður frá Frakklandi og hefur dvalið hér í 2 mánuði í Nes listamiðstöð. Hún bauð krökkunum í myndmennt yfir í stúdíó Nes og var með stutta kynningu á því hvað það er að vera grafískur hönnuður og hvernig logo eru hönnuð. Krakkarnir fengu síðan að hanna sín eigin form og raða þeim saman á mismunandi vegu og átti það að tákna hinar ýmsu tilfinningar. Þau bjuggu til sitt eigið tungumál úr allskyns formum sem þau klipptu sjálf út og límdu síðan á blað. Þau fengu að sjá dæmi um nokkur abstrakt listaverk og Clotilde útskýrði fyrir þeim hvernig listamaðurinn býr til sitt eigið tungumál úr mismunandi formum og litum. Krakkarnir fengu líka að skoða nokkrar vinnustöðvar hjá öðrum listamönnum sem eru með aðstöðu í Nes núna. Þau voru öll til fyrirmyndar og sýndu þessu mikinn áhuga. Við þökkum Nes listamiðstöð fyrir höfðinglega móttökur.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |