Páskabingó

Nemendur Höfðaskóla spiluðu páskabingó í dag og skapaðist skemmtileg stemning í tilefni páskanna. Fjölbreyttir og glæsilegir vinningar voru í boði, og nutu nemendur þess að taka þátt og eiga notalega stund saman.  Ekki fengu öll vinning sem vildu en það er hægt að draga lærdóm af því :)

Nemendafélagið vill koma á framfæri innilegu þakklæti til eftirfarandi fyrirtækja og aðila fyrir rausnarlegan stuðning og vinninga:

Skíðadeild Tindastóls
Vilko
Hólanes
Viva
Hársnyrtistofa Þórdísar
Teni
N1
Skagfirðingabúð
Kaupfélag Vestur Húnvetninga
Kjörbúðin Skagaströnd
Gránu Bistro

Stuðningur sem þessi skiptir miklu máli fyrir félagslíf nemenda og er afar vel metinn.
Nemendafélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn og óskar öllum gleðilegra páska!

Skemmtileg stund - myndir hér.