Heil og sæl
Á góðviðrisdögum eins og þessum finnum við að vorið nálgast.
Í gær hittust nemendur 8.-10.bekkjar, hér á Skagaströnd, á sameiginlegum íþróttadegi unglinga í Austur- og Vestur - Húnavatnssýslum. Ekki var annað að heyra á okkar unglingum en að þeir hefðu skemmt sér vel og að allt hafi gengið að óskum í hinum ýmsu leikjum, fræðslu og íþróttum . Fyrirlestur var frá lyfjaeftirlitinu þar sem farið var m.a. yfir skaðsemi orkudrykkja. Dagurinn endaði á diskóteki þar sem piltarnir frá Einn og hálfur dj þeyttu skífurnar við góðar undirtektir. Myndir hér
Nemendur 1.-10.bekkjar hittust í morgun og spiluðu æsispennandi BINGO. Vinningar voru glæsileg páskaegg úr Kjörbúðinni og þökkum við kærlega fyrir okkur. Myndir hér
Páskafrí hefst að loknum skóladegi í dag föstudaginn 31.mars. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 11. apríl og kennt samkvæmt stundatöflu.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |