Síðasta vikan fyrir páskafrí var lífleg og skemmtileg hjá okkur. Nemendur unnu ýmis verkefni og nutu veðurblíðunnar þess á milli. Í gær fengum við góða heimsókn þegar nemendur í 2.-.4. bekk sáu leikritið Krakkarnir í hverfinu en það er leikþáttur þar sem brúður eru notaðar til að fræða börnin um ofbeldi og mikilvægi þess að börn segi frá. Í dag stendur nemendafélagið svo fyrir páskabingói fyrir alla nemendur skólans sem verður spennandi :)
Við höldum svo í páskafrí eftir daginn í dag og mætum aftur í skólann þriðjudaginn 22. apríl. Vikan eftir páska verður óhefðbundin þar sem sumardagurinn fyrsti kemur á fimmtudeginum eftir páska og því bara skóli þriðjudag, miðvikudag og föstudag.
Síðustu vikurnar fyrir sumarfrí verður svo nóg um að vera, íþróttadagur unglinga mun fara fram á Hvammstanga, við ætlum að vera með umhverfisdag, íþróttadagur miðstigs fer fram í Húnabyggð og margt fleira - nánar um það síðar.
Við vonum að þið eigið góða páska og hlökkum til að hitta nemendur endurnærð eftir gott frí
Með páskakveðju
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |