Á mánudaginn í næstu viku fáum við fræðsluheimsókn frá Samtökunum 78 en þau ætla að koma með fræðslu inn á öll stig, hitta svo starfsfólk skólans og að lokum foreldra á fræðslufundi kl. 17:00. Foreldrafundurinn fer fram í stofum unglingastigs í Höfðaskóla. Það er mjög mikilvægt að sem flestir mæti. Fordómar byggjast oft og tíðum á skilnings- eða þekkingarleysi og er mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að vera meðvituð og reyna eftir fremsta megni að uppræta fordóma.
Ef einhverjir utanaðkomandi, aðrir en foreldrar vilja mæta, t.d. ömmur, afar, frænkur, frændur eða aðrir skólavinir er það að sjálfsögðu velkomið.