Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel og það var margt um að vera. Snjálfur álfur hefur verið í heimsókn á yngsta stigi og tekið upp á ýmsu. Nágrannar okkar í Tónlistarskóla A-Hún komu á mánudaginn og fimmtudaginn og stýrðu söng þar sem allur skólinn tók undir. Á fimmtudaginn fengur nemendur skólans piparkökur og heitt/kalt kakó í nestistímanum.
Í morgun fóru nemendur skólans ásamt starfsfólki yfir í kirkjuna og hlustuðu á jólaminningar Þorgerðar Þóru (Giggu). Nokkrir nemendur af unglingastigi stýrðu söng og aðrir nemendur skólans tóku undir af mikilli snilld. Í hádeginu var síðan boðið uppá möndlugraut sem Guðrún, Ásdís og Finnbogi hrærðu ásamt dyggu aðstoðarfólki. Ein mandla fyrir hvern bekk og var gaman að sjá nemendur gleðjast yfir því að fá möndluna sem og hina sem samglöddust með bekkjarfélögum sínum.
Í dag lauk söfnuninni okkar til styrktar jólasjóðs Skagastrandar og Skagabyggðar, söfnuðust 61.500 krónur sem munu án efa koma sér vel nú fyrir jólahátíðina. Þess má geta að ein amman gaf 1000kr fyrir hvert barnabarn sem hún á í skólanum og kunnum við henni okkar bestu þakkir.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |