Síðasta föstudagskveðjan fyrir sumarfrí

Sæl öll

Þá er síðasta skóladeginum lokið og nemendur komnir í sumarfrí. Dagurinn í dag var einstaklega skemmtilegur, nemendur voru úti á allskyns stöðvum, fóru í loftbolta, við fengum heimsókn frá lögreglunni sem skoðaði hjól nemenda og við enduðum svo á pylsugrilli þar sem var einnig boðið upp á krap. Foreldrafélagið kom að þessum degi með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 
 
Skólaslitin fara fram í Fellsborg kl. 17:00 í dag og vonumst við til að sjá sem flesta. 
 
Við þökkum fyrir skólaárið sem nú er liðið og vonum að þið hafið það gott í sumarfríinu.
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa