Sjónlistir á unglingastigi

Nemendur í 8.-10. bekk eru í list- og verkgreinaviku þessa dagana og er áherslan núna á sjónlistir. Þau hafa verið að mála og vinna verkefni um listasögu og listamenn ásamt því að þau heimsóttu NES listamiðstöð þar sem þau æfðu sig í grafík list. Myndirnar eru unnar með því að rista í t.d. línóleum dúk og síðan er málað á dúkinn og myndinni þrykkt á pappír. Með þessari aðferð er hægt að þrykkja mörg eintök af sömu myndinni. 

Enn og aftur njótum við góðs af samstarfinu okkar við NES og erum heppin að hafa slíka aðstöðu hér á svæðinu.

Myndir hér.