Skáld í skólum

Höfundamiðstöð RSÍ býður grunnskólum á hverju ári upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi.

Dagskrárnar eru metnaðarfullar, skemmtilegar og fræðandi. Höfundar koma tala um sögur, bækur, lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra – með það að markmiði að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði.

Nemendur á miðstigi fengu heimsókn frá þeim Gunnari Theodór Eggertssyni og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem skrifa skemmtilegar bækur um erfiða hluti. Í bókum Gunnars má finna hrörálfa og steinskrímsli, þar deyja bæði menn og dýr og stundum verður m.a.s. heimsendir! Bækur Bergrúnar taka á einelti, heimilisofbeldi, ástarsorg og börnum er jafnvel rænt! En má skrifa barnabækur um hvað sem er og þarf alltaf að vera vondi kall?

Skemmtileg heimsókn og þökkum við kærlega fyrir.

Myndir hér