Megintilgangur með sjálfsmati er að kanna hvort tekist hafi að ná markmiðum skólans, að greina veika og sterka þætti skólastarfsins og bæta það sem bæta þarf en um leið styrkja jákvæða þætti. Skólanum ber að koma til móts við þá sem standa að skólasamfélaginu og þannig móta í sameiningu gott skólastarf. Sjálfsmat á stöðugt að vera í gangi og er langtímamiðað og er það lykillinn að því að gera góðan skóla betri.
Kannanir eru lagðar fyrir nemendur í október og apríl og fyrir starfsmenn og foreldra í febrúar og mars ár hvert.
Niðurstöður eru birtar svo lengi sem 80% svarhlutfalli hefur verið náð.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |