Skólaráð

Heil og sæl

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.


Nú er svo komið að okkur vantar tvo foreldra/forráðamenn í skólaráð. Fundað er amk. tvisvar á skólaárinu og er fyrsti fundur fyrirhugaður í september þar sem farið verður yfir starfsáætlun skólaársins ásamt fleiri atriðum.
 
Við óskum því eftir foreldrum/forráðamönnum sem eru tilbúnir til að sitja í skólaráði næstu tvö skólaárin, vinsamlegast hafið samband við okkur á netföngin saradilja@hofdaskoli.is eða gudrunelsa@hofdaskoli.is ef þið sjáið ykkur fært um að vera með. 
 
Skólaráð er tilvalinn vettvangur fyrir foreldra/forráðamenn til að hafa áhrif á skólastarfið.