Skólaslit Höfðaskóla fara fram í Fellsborg þriðjudaginn 31.maí n.k. og hefjast kl. 17:00.
Meðan á skólaslitum stendur eru nemendur beðnir um að sitja hjá forráðamönnum. Nemendahópar eru kallaðir upp á svið ásamt sínum umsjónarkennara þar sem þeir fá afhentan vitnisburð, byrjað á 1. og 2. bekk og svo koll af kolli.
Að skólaslitum loknum verður kaffihlaðborð fyrir 10.bekkinga, aðstandendur þeirra og starfsfólk skólans.
Skólaslitin eru öllum opin og vonumst við til að sjá sem flesta.
Við þökkum fyrir gott samstarf á liðnum vetri og hlökkum til að takast á við verkefnin sem framundan eru í samvinnu við nemendur, aðstandendur og samfélagið allt.
Hafið það sem best í sumar
Starfsfólk Höfðaskóla
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |