Stuð á miðstigi

Í vikunni voru nemendur á miðstigi að vinna með tölfræði í stærðfræði.  Verkefni var byggt upp sem hópverkefni og skipulagt útfrá hæfniviðmiðum í Aðalnámskrá grunnskóla.  Hóparnir réðu á hvaða hátt upplýsingunum sem var aflað var skilað.

Í lok dagsins í dag bauð miðstigið síðan nemendum á yngsta stigi í heimsókn og voru spiluð hin ýmsu spil og dansað.

Skemmtileg samvera sem verður endurtekin.

Myndir hér