Nemendur á miðstigi ásamt kennara fóru í vikunni og heimsóttu TextílLab á Blönduósi en það er fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi. Kynntu sér hin ýmsu stafrænu tæki og fengu svo að prufa.
TextílLab er rými sem er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera. TextílLab býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Lögð er áherslu á nýtingu innlendra hráefna.
Við í Höfðaskóla þökkum kærlega góðar móttökur og eigum svo sannarlega eftir að nýta okkur TextílLab og þá þjónustu og lærdóm sem þar er hægt að fá.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |