Á miðvikudaginn fengu nemendur í tilraunavali skemmtilega heimsókn frá krökkunum í frístund. Nemendurnir höfðu undirbúið fjölbreyttar og spennandi tilraunir sem þeir sýndu gestunum sínum. Á meðal tilrauna má nefna hraðfrjósandi vatn, heimagerðan hraunlampa og oobleck-slím sem breytir hegðun sinni eftir því hvort það er hreyft eða ekki. Nemendurnir útskýrðu af mikilli fagmennsku hvað tilraunirnar sýndu og svöruðu spurningum yngri krakkanna með bros á vör. Krakkarnir í frístund voru mjög áhugasamir og höfðu greinilega gaman af heimsókninni. Þegar þau voru spurð hvað hefði verið skemmtilegast, áttu þau erfitt með að velja – allt var svo spennandi!
Myndir hér.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |