Nemendur 1. bekkjar voru að æfa sig að flokka og telja. Lásum bókina Töluboxið hennar ömmu. Í Töluboxinu hennar ömmu er fjallað um flokkun. Með áhugaverðum og skemmtilegum söguþræði er leitast við að draga börnin inn í söguna og þar með einnig inn í stærðfræðina. Bókin Töluboxið hennar ömmu sýnir fram á hvernig hægt er að nota stærðfræði í hversdagslegum aðstæðum auk þess að auka lestrarfærni. Við vorum síðan með fullt box af tölum sem var síðan hellt á gólfið og krakkarnir flokkuðu tölurnar eftir litum og töldu síðan hvað voru margar tölur af hverjum lit.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |