Unglingastigsnemendur í myndmenntavali

Unglingastigs nemendur sem voru í myndmenntavali eyddu síðustu tímunum í Nes listamiðstöð. Þar lærðu krakkarnir að búa til sitt eigið 'screen printing' frá grunni. Þetta var mjög áhugavert verkefni og krakkarnir fengu að kynnast því hve mikil vinna og bras felst oft í gerð listaverka. Útkoman varð allskonar og þau fögnuðu bæði því sem misheppnaðist og því sem lukkaðist. 

Þau prófuðu að prenta á bæði pappír og boli.
 
Nemendurnir hafa staðið sig vel í haust og verkefnin sem þau unnu voru meðal annars: 
verkefni tengd listasögu, úti teikningar, æfðu sig með Posca penna, horfðu á þátt um Ólaf Elíasson listamann, unnu öll saman að einu stóru halloween þema listaverki og sitthvað fleira.
 
Það er greinilegt að skólinn okkar á ungt og upprennandi listafólk!