Nemendur í útikennslu bjuggu til hreiður og lærðu um líf fugla.
Nemendur tóku þátt í lifandi og skemmtilegri útikennslu þar sem þau unnu saman í hópum við að búa til eigin fuglahreiður. Markmiðið með verkefninu var að fá betri innsýn í hvernig hreiður eru byggð, hvað fuglar þurfa til að smíða þau og hvaða náttúrulegi efniviður er notaður og fengu fræðslu um mismunandi gerðir hreiðra og hvernig þau uppfylla þarfir fugla fyrir öryggi, hita og hulu. Í kjölfarið héldu þau af stað þar sem þau skoðuðu umhverfið og söfnuðu efnivið eins og greinum, mosa, sinu og blómum. Hóparnir unnu svo saman að því að hanna og byggja sín eigin hreiður með hugmyndaflug og samvinnu að leiðarljósi. Verkefnið vakti mikla lukku og ýtti undir bæði sköpunargleði og skilning á náttúrulegu umhverfi fugla. Það er ljóst að útikennsla af þessu tagi styrkir tengsl nemenda við náttúruna og eykur áhuga þeirra á lífríkinu í kringum okkur.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |