Í gær, miðvikudaginn 27. mars, komu nemendur í 8.–10. bekk frá Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnaskóla í heimsókn í Höfðaskóla á Skagaströnd þar sem haldinn var valgreinadagur.
Slíkur viðburður er haldinn tvisvar sinnum yfir skólaárið og skiptast Húnaskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra og Höfðaskóli á að halda daginn. Í þetta sinn var það Höfðaskóli sem tók á móti gestum og bauð upp á fjölbreyttar valgreinar fyrir nemendur.
Valgreinadagurinn gekk mjög vel – bæði var dagskráin vel skipulögð og andrúmsloftið jákvætt. Nemendur virtust almennt ánægðir með daginn og gaman var að sjá þau kynnast nýju fólki, prófa eitthvað nýtt og njóta samverunnar.
Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |