Fimmtudaginn 19. október var valgreinadagur unglinga á Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþingi vestra haldinn hjá okkur á Skagaströnd. Nemendur í 8.-10. bekk fóru í ýmsar smiðjur meðal annars flatkökugerð, skáka, d&d, moctails og picleball. Seinnipartinn hlustuðu þau á fyrirlestur hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur en hún er sérfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra og var með fræðslu um ofbeldi og samfélagsmiðla. Það var ekki annað að sjá en að nemendur hafi verið ánægðir með daginn. Myndir frá deginum má sjá hér.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |