Nemendur unglingastigs fóru á leiksýningu á Blönduósi eftir hádegið í dag, ásamt jafnöldrum sínum frá Blönduósi og Húnavöllum. Það var leikkonan María Thelma Smáradóttir sem flutti einleikinn Velkomin heim! í boði Þjóðleikhússins.
Í verkinu tvinnar leikkonan sögu hinnar tælensku móður sinnar saman við eigin sögu og fjallar þannig um tvo ólíka menningarheima sem mætast, þann íslenska og þann tælenska.
Sýningin mæltist vel fyrir hjá nemendum og kennurum.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |