Í vetur ætla nemendur í 6. og 7. bekk að vera með í verkefninu Mílan sem er verkefni að skoskri fyrirmynd The daily mile. Um 5000 skólar viðsvegar um heiminn eru þátttakendur í verkefninu. Tvisvar í viku munu nemendur 6.og 7.bekkjar ganga mílu (1,6 km) um bæinn og skoða hitt og þetta. Við þiggjum hugmyndir af skemmtilegum gönguleiðum og fróðleik og erum við til í það ef einhverjir vilja slást í för með okkur.
Á mánudögum fer 7.bekkur út frá kl. 8:25-8:50 og 6.bekkur frá kl.9:00-9:25
Á föstudögum fer 6.bekkur út frá kl. 8:25-08:50 og 7.bekkur frá kl.9:00-9:25.
Í síðustu göngu gekk 7. bekkur að Einbúanum og lásum þar á skilti með fróðleik um gamla kaupfélagið. Nemendur 6. bekkjar gengu út að gömlu slökkviliðsstöð og var smá spjall þar ásamt því að við skoðuðum myndir af gömlu slökkvistöðinni í snjalltækjum.
Öll erum við sammála um að þetta sé skemmtilegir og góðir göngutúrar sem búið er að fara í.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |