Sæl og blessuð
Fyrsta vikan í samkomubanni gekk vel í Höfðaskóla og megum við til með að hrósa bæði nemendum og starfsfólki fyrir að láta hlutina ganga svona vel upp.
Við höfum þurft að endurskipuleggja skólastarfið frá A-Ö en það hefur gengið vel.
Í næstu viku verður skipulagið eftirfarandi:
- Miðstig verður heima - þeim verða sett fyrir ákveðin verkefni og munu Fjóla og Gigga senda nánari upplýsingar heim varðandi það.
- Yngsta stig mætir í skólann og taka umsjónarkennarar á móti þeim kl. 8:00. 1. og 2. bekkur verða á Bergstöðum með Ernu, Evu Dís og Guðrúnu Rós. 3. og 4. bekkur verða í Dvergasteini og Glaumbæ með Viggu, Ingu, Svenny og Ástrós Villu. Skóla lýkur hjá 1. og 2. bekk kl. 11:50 og hjá 3. og 4. bekk kl. 12:00. Það er mjög mikilvægt að foreldrar virði þessar tímasetningar og séu mætt á réttum tíma að sækja börnin - mega samt helst ekki koma inn í skólann - þar sem hóparnir mega ekki blandast.
- Fyrirkomulagið hjá unglingastigi verður eins og í þessari viku, eina breytingin verður að þau fara heim 11:40.
Ef einhverjir foreldrar ætla að halda börnum sínu heima þá endilega farið hér inná , það skiptir miklu máli að við vitum hvaða börn eiga að mæta og hvaða börn eru í leyfi til að allt utanumhald gangi upp.
Athygli er vakin á því að ekki verður hafragrautur í boði né hádegismatur. Ávaxtastund á miðvikudaginn fellur niður sem og frístund sem fellur niður alla daga.
Að lokum langar okkur að þakka ykkur kæru foreldrum/forráðamönnum fyrir skilninginn á þessum skrítnu tímum, það er einstakt að finna hvað skólasamfélagið stendur saman þegar á þarf að halda.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef spurningar vakna.
Góða helgi
Kveðja
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |