19.12.2024
Í gær var dregið úr nöfnum þeirra sem skiluðu réttum svörum í stærðfræðiþrautum Flatar.
Úr 5. og 6. bekk var Kristján Sölvi Guðnason dreginn út.
Úr 7. og 8. bekk var Sædís Hrund Stefánsdóttir dregin út.
Úr 9. og 10. bekk var Andri Snær Björnsson dreginn út.
Á myndunum með þeim er Elva stærðfræðikennari.
Til hamingju krakkar :)
Lesa meira
18.12.2024
Í dag var síðasti skóladagur ársins sem endaði á skemmtilegri stund þegar litlu jólin voru haldin með breyttu sniði. Í morgun voru nemendur með sínum umsjónarkennurum og brölluðu ýmislegt skemmtilegt. Hugrún Sif og Jón Ólafur leiddu söng á söngsal og spiluðu undir, nemendur fóru í ratleik, spurningakeppnir og margt fleira skemmtilegt. Við fórum svo öll saman í hádeginu og borðuðum möndlugrautinn sem að þessu sinni var borðaður í Fellsborg.
Seinnipartinn mættum við svo aftur prúðbúin, áttum góða stund í skólanum áður en við héldum í Fellsborg þar sem Esme, Kristín og Atli voru búin að undirbúa dásamlegan hátíðarkvöldverð og dagurinn endaði svo á jólaballi, þar sem Hugrún Sif og Jón Ólafur voru aftur mætt til að leiða söng og dans.
Nemendur héldu svo í jólafrí og mæta aftur í skólann mánudaginn 6. janúar 2025.
Við þökkum öllum sem gerðu daginn að því sem hann var, við erum í skýjunum með þetta allt saman. Myndir hér.
Lesa meira
18.12.2024
Nemendur á yngsta stigi fengu góðan gest í heimsókn í morgun. Magnús B. Jónsson kom og las bókina sína, Horaða jólatréð og sýndi okkur jólatréð úttálgað.
Þökkum við Magga kærlega fyrir komuna, alltaf gaman þegar við fáum gesti
Lesa meira
18.12.2024
Þær stöllur Dadda og Sigrún tóku á móti krökkunum á yngsta stigi, lásu jólasögu um hann Askasleikir og sýndu þeim ask. Nemendurnir voru áhugasöm og öll höfðu gaman af. Áður en haldið var til baka í skólann fengu allir gullpening úr kistu Þórdísar. Við Þökkum kærlega fyrir okkur, alltaf notalegt að koma í Spákonuhofið.
Lesa meira
17.12.2024
Á morgun er síðasti skóladagurinn fyrir jólafrí. Nemendur verða með sínum umsjónarkennurum frá 8:20-12:00, frístund verður með hefðbundnu sniði eftir hádegi og svo hefjast litlu jólin í skólanum kl. 17:00. Við höldum svo í Fellsborg og borðum hátíðarkvöldverð og dönsum kringum jólatréð. Eftir það halda nemendur og starfsfólk í jólafrí.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar og komandi ári. Takk fyrir samstarfið á árinu. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur, mánudaginn 6. janúar kl. 8:20.
Við vonum að þið njótið hátíðanna
Jólakveðja frá starfsfólki Höfðaskóla
Lesa meira
13.12.2024
Vikan í Höfðaskóla var lífleg og skemmtileg og margt um að vera eins og sjá má á heimasíðunni okkar. Við höfum sett inn mikið af myndum og fréttum og hvetjum ykkur til að vera dugleg að skoða það allt saman.
Í gær vorum við með jólaföndurstöðvar og þrautabraut í íþróttahúsinu sem gekk mjög vel hjá okkur. Myndir frá því eru hér.
Í dag ætlum við svo að fá okkur heitt kakó og piparkökur sem við höfum gert árlega í desember undanfarin ár.
Næsta vika er svo síðasta vikan fyrir jólafrí, en hún er stutt í annan endan þar sem litlu jólin okkar eru 18. desember og nemendur fara í jólafrí eftir þau. Á mánudag ætla drengirnir okkar í 10. bekk að skreyta jólatréð okkar, á þriðjudag er engin kennsla eftir hádegi en frístund með hefðbundnu sniði og á miðvikudag ætlum við að syngja saman jólalög, eiga notalega stund í stofum með umsjónarkennurum og fara svo öll saman í möndlugraut upp í Fellsborg í hádeginu. Engin kennsla eftir hádegi en frístund með hefðbundnu sniði.
Litlu jólin hefjast svo 18. desember kl. 17:00 og mæta nemendur í skólann. Við ætlum svo að borða saman hátíðarkvöldverð í Fellsborg og dansa í kringum jólatréð en Hugrún Sif ætlar að leiða jólasönginn. Þar sem litlu jólin eru með breyttu sniði og hátíðlegri en undanfarin ár viljum við biðja nemendur um að mæta prúðbúin og snyrtileg. Litlu jólunum lýkur svo um kl. 20:00 og þá halda nemendur heim í jólafrí. Við erum orðin öllu vön og langtímaspáin er okkur ekki sérstaklega hliðholl þennan dag, en þar sem langt er í þetta ennþá vonum við að það breytist nú og við getum haldið þessa stund eins og til stendur.
Að lokum minnum við á að foreldrar og forráðamenn eru alltaf velkomin í heimsókn til okkar, ekki þarf að gera boð á undan sér. Hvort sem það er til að kíkja í kaffibolla eða sjá það sem nemendur eru að fást við.
Gleðilegan þriðja sunnudag aðventu
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
12.12.2024
Á dögunum fengum við nýjan vatnsbrunn í gjöf frá Kvenfélaginu Einingu hér á Skagaströnd.
Gamli brunnurinn var kominn til ára sinna og gjöfin mjög kærkomin og mun koma að góðum notum.
Á myndinni er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir kvenfélagskona ásamt nokkrum nemendum skólans við nýja vatnsbrunninn.
Takk kærlega fyrir okkur.
Lesa meira
11.12.2024
Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruferð í gær. Mjög skemmtileg tilbreyting. Myndir hér.
Lesa meira