Fréttir

Öruggara Norðurland vestra

Miðvikudaginn 20. mars verður áhugaverður viðburður haldinn á Blönduósi ,,Öruggara Norðurland vestra" Viltu taka þátt í að móta Öruggra Norðurland vestra með öllum helstu hagsmunaaðilum á svæðinu? Öruggara Norðurland vestra er svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa. Á vinnustofunni verða fjölmörg öreindi um málefni barna og ungmenna, jaðarsetta hópa, þjónustu við fólk með geðrænan vanda sem og ofbeldi í nánum samböndum. Erindum er fylgt eftir með hópavinnu á borðum þar sem hver og einn kemur sínum sjónarmiðum á framfæri. Framkvæmdateymi um Öruggara Norðurland vinnur svo áfram úr þeim tillögum sem fram koma og móta átaksverkefni í hverjum málaflokki til að vinna að. Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn og við hvetjum öll til að mæta: https://forms.office.com/e/RDaDG5HnAc?origin=lprLink
Lesa meira

Nemendur miðstigs í ullarsokkum

Nemendafélag Höfðaskóla stóð fyrir og stjórnaði skemmtun fyrir nemendur miðstigs í síðustu viku. Þemað voru ullarskokkar. Þrammað var í íþróttahúsið og farið í skemmtilega leiki.
Lesa meira

Páskakörfur í vinnslu

Nemendur í 1. bekk eru að föndra og lita páskakörfur, enda páskarnir rétt handan við hornið :)
Lesa meira

Föstudagskveðja úr Höfðaskóla

Nú erum við loksins farin að sjá sólina hækka á lofti og aðeins farið að birta á morgnanna þegar við mætum í skólann. Vorið er samt ekki alveg komið og endurskinsmerkin því enn nauðsynleg. Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Í gær, fimmtudag, stóðu nemendur í ritstjórn Höfðafrétta fyrir þemadegi og var þemað að þessu sinni íþróttatreyjur. Mörg mættu í treyjum og nokkrar myndir frá deginum má sjá hér. Í næstu viku er dagur stærðfræðinnar sem við ætlum að halda uppá með einhverjum hætti og ef veður verður okkur hagstætt stefnum við að því að fara á skíði í Tindastól föstudaginn 15. mars, allt í góðu boði Fram. Farið verður frá skólanum kl. 10:00 og komið heim milli 14:00 og 15:00. Öll sem vilja koma með og aðstoða mega endilega láta okkur vita sem fyrst. Ávaxtastundin okkar er núna þrisvar sinnum í viku og er mikil ánægja með það fyrirkomulag. Vonandi fjölgar dögunum í fimm áður en langt um líður. Að lokum minnum við að á öll eru velkomin í heimsókn til okkar, það er alltaf gaman þegar fólk úr samfélaginu kíkir við og sér hvað við erum að fást við dag frá degi og fær sér jafnvel kaffisopa :) Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Á skíðum skemmti ég mér :) - Skráning hér! - BREYTT TÍMASETNING

Ungmennafélagið Fram stendur fyrir skíðaferð 15. MARS
Lesa meira

Þemadagur - íþróttatreyjur

Ritstjórn Höfðafrétta hvetur öll til að taka þátt.
Lesa meira

Eineltisteymi

Eineltisáætlun Höfðaskóla er í endurskoðun en mikilvægt er að uppfæra áætlun reglulega og passa uppá að allir ferlar séu í góðu lagi. Í eineltisteymi Höfðaskóla sitja Berglind Hlín, Gigga og Gísli. Nánar hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja á hlaupársdegi :)

Vikan er stutt í annan endan hjá nemendum þar sem skipulagsdagur er á morgun í Höfðaskóla og nemendur því komnir í helgarfrí. Sem fyrr er nóg um að vera hjá okkur í skólanum. Framkvæmdir voru við nýja vinnuaðstöðu ritara s.l. helgi og eru nemendur með margar hugmyndir um hvernig rýmið getur nýst, t.d. opna í skólanum kvikmyndahús þar sem þetta sé kjörin afgreiðsla fyrir slíkt :) Á mánudaginn buðu nemendur í 6. og 7. bekk öðrum nemendum og starfsfólki á kynningu á áhugasviðsverkefnunum sínum sem var mjög skemmtilegt. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni hjá þeim. 10. bekkur heimsótti FNV s.l. þriðjudag, skoðaði skólann og heimavistina og fór á leikritið með Allt á hreinu. Ferðin gekk vel þó að þau hafi þurft að fara lengri leiðina heim vegna veðurs. Unglingastigið fékk svo kynningu á námsframboði á Menntavísindasviði ásamt kynningu á starfi kennara í gær í valáfaganum starfakynningar. Í dag glitruðu mörg með einstökum börnum til að vekja athygli á sjaldgæfum sjúkdómum og heilkennum. Á mánudag og þriðjudag ætla stjórnendur undir dyggri leiðsögn Haddýar að sjá um hádegismatinn, það er alltaf skemmtilegt að skipta um hatta og hlökkum við mikið til. Skólablaðið Höfðafréttir verður gefið aftur út með vorinu og er undirbúningur í fullum gangi. Alltaf nóg um að vera. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Starfsdagur 01.03.24

Starfsdagur er hjá öllu starfsfólki skólans föstudaginn 01.03.24, þá er hvorki kennsla né frístund.
Lesa meira