Fréttir

Bakstur sem valgrein

Nemendur í 10. bekk eru í valgreininni Bakstur og gerðu þau vatnsdeigsbollur sem tókust svona líka glimrandi vel. Það var vel við hæfi að nemendurnir myndu baka bollur áður en haldið var í vetrarfrí sem náði fram yfir bollu-, og öskudag. Það sem þau hafa líka gert í tímunum er bananabrauð, kryddbrauð, döðlubrauð, pítubrauð og sjónvarpsköku. Skemmtilegir og líflegir tímar. Látum fylgja með uppskrift Vatnsdeigsbollur 125 gr smjörlíki 2 ½ dl vatn 125 gr hveiti 4 egg Aðferð: Smjörlíki og vatn soðið í potti. Hveitinu bætt út í og hrært. Kæla svo aðeins. Egg sett út í - bara eitt í einu og hrært vel á milli. Sett á ofnplötu með matskeið - passa að hafa gott bil á milli bollanna. Bollurnar settar á bökunarpappír og bakað í miðjum ofni. Bakað við 200°c í u.þ.b. 20-25 mínútur. Ekki má opna ofninn fyrstu 20 mínúturnar.
Lesa meira

Föstudagskveðja á fimmtudegi fyrir vetrarfrí

Nú er framundan vetrarfrí í Höfðaskóla föstu-, mánu- og þriðjudag og kennsla hefst aftur miðvikudaginn 14.febrúar. Þann dag ætlum við að halda upp á öskudaginn, mæta í búningum og gera okkur glaðan dag. Nemendum 1.-4.bekkar stendur til boða að mæta í frístund og fara með hópnum milli fyrirtækja og syngja fyrir nammi. Höfðaskóli mun taka þátt í lífshlaupinu þetta árið bæði starfsfólk og nemendur, það verður gaman að fylgjast með því. Nemendur 1.og 2.bekkjar héldu uppá það í vikunni að 100 dagar eru síðan skólinn var settur, sjá frétt hér. Við vonum að þið njótið vetrarfrísins Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

100 daga hátíð

Mikið fjör var hjá nemendum í 1. og 2. bekk í dag. Byrjuðað á að vinna verkefni um tugi, einingar og hundruð síðan fengum þau sér sparinesti og fóru á bókasafnið. Eftir mat var teiknað og litað á boli fyrir 100 daga veisluna, nemendur töldu 100 popp baunir á mann sem voru síðan poppaðar og horft var á myndina Grettir. Að lokum fengu allir viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið 100 dögum í Höfðaskóla.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Loksins er febrúar genginn í garð en janúar var orðinn ansi langdreginn að mati margra nemenda í skólanum. Veðrið hefur verið með besta móti og ýmislegt verið brallað. Í vikunni fengu nemendur í frístund nýtt dót þegar hreyfikubbar og fleiri segulkubbar komu í hús. Þau skemmtu sér konungleg við leik en myndir frá því má sjá hér. Þorgrímur Þráinsson kom einnig í heimsókn í vikunni, frétt frá þeirri heimsókn hér. Næsta vika er stutt í annan endan þar sem nemendur og starfsfólk eru á leið í vetrarfrí, 9. 12. og 13. febrúar. Við komum svo endurnærð til baka og skelltum okkur beint í öskudagsgleði. Skólahópur leikskólans kom einnig í sína vikulegu heimsókn, það lífgar alltaf upp á skólastarfið þegar vinir okkar koma til okkar. Mynd frá þeirri heimsókn fylgir hér fréttinni. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Verum ástfangin af lífinu

Í morgun fengu nemendur í 8.-10. bekk heimsókn þegar Þorgrímur Þráinsson kom með fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu. Nemendur fengu í kjölfarið ýmsar spurningar til að vinna með og verkefni sem haldið verður áfram með í lífsleikni. Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Ljósaganga á ljóslistahátíð

Í dag tóku nemendur úr Höfðaskóla þátt í ljósagöngu sem haldin var í tengslum við ljóslistahátíðina Light Up hér á Skagaströnd. Nemendur á yngsta- og miðstigi sem nú eru í myndmennt hjá Kristbjörgu Dúfu fóru í listasmiðju í Nes listamiðstöð og unnu þar ýmis verk sem þau voru með í göngunni. Skemmtilegt verkefni sem allir höfðu gaman af. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að taka þátt í viðburðum í samfélaginu og samstarf Höfðaskóla við listafólkið í Nes listamiðstöð er alltaf skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni verkefnavinnu. Myndir frá undirbúningnum og deginum í dag má sjá hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja á fimmtudegi :)

Að þessu sinni kemur föstudagskveðja á fimmtudegi þar sem á morgun, föstudaginn 26. janúar verður starfsdagur hjá öllu starfsfólki sveitarfélagsins. Í vikunni var ýmislegt brallað, nokkrar nýjar valgreinar fóru af stað eftir annarskipti og er margt spennandi framundan í þeim. Nemendur í 1.-3. bekk bökuðu vöfflur og nemendur á unglingastigi fengu heimsókn frá FNV sem kynnti fyrir þeim námið sem þar er í boði. Skólahópur leikskólans kom í heimsókn en samstarfið milli Höfðaskóla og Barnabóls er gott. Það er alltaf líf og fjör þegar vinir okkar koma í heimsókn. Í næstu viku kemur Þorgrímur Þráinsson og heimsækir 8.-10. bekk og einnig munum við halda uppá 100 daga hátíð í 1. bekk og fagna þeim merka áfanga að þau hafi lokið 100 dögum í grunnskóla. Meira um það síðar. Á morgun munu nemendur okkar taka þátt í ljósagöngu sem farin verður í tengslum við Light Up ljósahátíðina. Farið verður frá hafnarhúsinu kl. 17:30 og gengið að Nes listamiðstöð og hvetjum við öll til að taka þátt í þeirri göngu. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Bóndadagsvöfflur

Stelpurnar í 1.-3.bekk og í skólahóp leikskólans steiktu vöfflur í tilefni af bóndadeginum sem er á morgun. Vöfflurnar snæddu þær ásamt drengjunum í sömu árgöngum í kaffitímanum.
Lesa meira

Leikið í snjónum

Þó að það sé ekki mikill snjór hjá okkur um þessar mundir er ýmislegt hægt að brasa í því sem þó er eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þar sem þessar ungu dömur mynduðu snjóhjörtu í frímínútum.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Vikan í Höfðaskóla var með aðeins óhefðbundnu sniði þar sem það var viðtalsdagur s.l. þriðjudag. Viðtölin voru vel sótt og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir komuna, það er alltaf gaman að fá foreldra og forráðamenn inn í skólann. Í vikunni hóf Hrafnkell Heiðarr Sigurðarson störf í frístund og þann 5. febrúar n.k. mun Jenný Lind Sigurjónsdóttir koma inn í afleysingar sem stuðningsfulltrúi. Við bjóðum þau bæði velkomin í okkar góða hóp. Vikan var frekar köld og við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu vel klæddir. Oft liggur okkur á út á morgnanna og þá er gott að hoppa í strigaskó og húfan vill gjarnan gleymast heima, en við skulum hjálpast að við að muna eftir því að klæða okkur eftir veðri. Nemendur í textíl teiknuðu á efni og saumuðu púða. Myndir hér. Næsta vika verður stutt í annan endan þar sem starfsdagur verður hjá öllu starfsfólki sveitarfélagsins föstudaginn 26. febrúar þar sem við munum hlusta á fræðslu um ýmis mál. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira