Fréttir

Valgreinadagur á Hvammstanga

Í gær fóru nemendur í 8.-10. bekk í heimsókn á Hvammstanga þar sem haldinn var valgreinadagur. Slíkur viðburður er haldinn tvisvar yfir skólaárið og skiptast skólarnir á Hvammstanga, Húnabyggð og hér hjá okkur á að halda daginn. Dagurinn gekk vel og er ekki annað að heyra en nemendur hafi verið sátt og sæl. Nokkrar myndir hér.
Lesa meira

Sviðslistir á yngsta stigi - grímugerð

Nemendur á yngsta stigi í sviðslistum horfðu á leikritið Dýrin í Hálsaskógi um daginn og fengu svo að velja sér hlutverk úr leikritinu. Nú eru búningar að verða klárir og fyrsta æfing tekin í dag. Myndir hér.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins
Lesa meira

Síðasta föstudagskveðja septembermánaðar

Heil og sæl kæra skólasamfélag Þá er enn ein skólavikan að baki og hún gekk heilt yfir mjög vel. Margt var brallað bæði innandyra og utan og allir lögðu sitt af mörkum til að skapa skemmtilegt og lærdómsríkt andrúmsloft. Ritstjórn Höfðafrétta sá um náttfatadag í vikunni og var mikil gleði í húsinu. Hér má sjá myndir af stemningunni frá þeim degi, þar sem nemendur og kennarar tóku virkan þátt og gerðu daginn eftirminnilegan. Við viljum minna foreldra og forráðamenn á mikilvægi þess að upplýsa starfsfólk frístundar um hvaða íþróttir börnin eiga að sækja svo hægt sé að tryggja að þau komist á réttum tíma á rétta staði. Þetta auðveldar alla skipulagningu. Einnig viljum við biðja foreldra/forráðamenn barna í tónlistarskólanum að vera meðvitaða um hvenær börnin eiga tónlistartíma og hjálpa þeim að muna eftir þeim á morgnanna. Hafragrauturinn hefur verið vel sóttur það sem af er skólaárinu og minnum á að hann er í boði alla morgna, frábær byrjun á deginum fyrir nemendur. Í næstu viku verður valgreinadagur unglingastigsins haldinn á Hvammstanga, miðvikudaginn 2. október. Farið verður frá skólanum kl. 12:30 og áætluð heimkoma er um kl. 21:00. Grunnskólinn á Hvammstanga er símalaus skóli og mikilvægt að nemendur okkar virði þær reglur sem þar eru settar. Einnig minnum við á að þriðjudaginn 1. október fer starfsfólk skólans á námskeið og því fellur bæði kennsla og frístund niður eftir kl. 14:00 þann dag. Að lokum viljum við minna á að nú færist myrkrið yfir og það er mikilvægt að nemendur séu með endurskinsmerki svo öll sjáist vel á leið í og úr skóla Við óskum ykkur öllum góðrar helgar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Haustkransagerð í Sköpunargleði

Nemendur í valgreininni sköpunargleði eru að gera haustkransa. Þau hófust handa í gær og munu klára verkið í næsta tíma. Virkilega skemmtilegt verkefni. Myndir hér.
Lesa meira

5. og 6. bekkur í ruslatínslu

Höfðaskóli er skóli á grænni grein og hluti af því er að gæta að þess að rusl liggi ekki á víð og dreif í samfélaginu okkar. Nokkrir nemendur úr 5. og 6. bekk fóru því út á föstudaginn og hreinsuðu til :)
Lesa meira

Föstudagur enn á ný

Enn á ný er kominn föstudagur, uppáhalds dagur marga í vikunni. Davíð Stefánsson, eitt þekktasta ljóðskáld Íslendinga, lýsir því í ljóðinu Föstudagur að dagurinn boði afslöppun og tilhlökkun fyrir helgina, getum við ekki verið sammála honum þar? :) Vikan hefur gengið mjög vel og nemendur hafa staðið sig vel. Veðrið hefur verið gott, sem hefur gert okkur kleift að njóta útiveru. Á mánudaginn var dagur íslenskrar náttúru og mörg nutu þess að vera úti í góða veðrinu. Nokkrir nemendahópar fóru út í gönguferð og eru myndir frá því hér. Á fimmtudaginn í næstu viku, ætla nemendur í valgreininni skólablað að vera með þemadag og fyrsti þemadagurinn verður náttfatadagur. Þann dag hvetja þau nemendur og starfsfólk til að mæta í náttfötum í skólann. Samstarf heimila og skóla er lykilatriði í velgengni nemenda, bæði í námi og félagslegri þróun þeirra. Þegar við vinnum saman – þið sem foreldrar/forráðamenn og við sem starfsfólk skóla– getum við skapað sterkan grunn sem stuðlar að jákvæðri reynslu og árangri fyrir börnin ykkar. Með opnum samskiptum og góðu samstarfi tryggjum við að hvert barn fái þann stuðning sem það þarf til að blómstra í námi sínu og daglegu lífi. Við viljum minna ykkur á að við erum alltaf til staðar ef þið hafið einhverjar spurningar, athugasemdir eða áhyggjur varðandi skólagöngu barna ykkar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðum samskiptum við ykkur. Ef eitthvað er sem þið viljið ræða, hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við okkur hvenær sem er. Þið getið náð í okkur í gegnum tölvupóst, síma eða með því að koma í skólann. Í dag og á morgun ætlar allt starfsfólk skólans að mæta á Utís online sem er menntaviðburður fyrir starfsfólk skóla. Við erum heppin með hvað starfsfólk Höfðaskóla er viljugt að sækja sér þekkingu og endurmenntun, enda njótum við öll góðs af því. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fatahönnun - valgrein

Nemendur í fatahönnun eru í óða önn að sníða sér flíkur. Myndir hér.
Lesa meira

Stærðfræðitími á yngsta stigi

Stærðfræði tími á yngsta stigi í dag :) Nemendur fengu tölu og áttu í kjölfarið að búa til eins mörg dæmi og þau gátu með því svari. Þau fengu að skrifa dæmin sín á glerið sem vakti mikla lukku. Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Í gær var viðtalsdagur þar sem nemendur mættu með foreldrum/forráðamönnum í viðtal og lögðu línurnar fyrir skólaárið framundan. Vel var mætt og þökkum við ykkur öllum kærlega fyrir komuna. Veðrið hefur verið með betra móti og nemendur á yngsta stigi verið töluvert úti. Það getur þó verið kalt þó sólin sé á lofti og mikilvægt að nemendur mæti vel klædd í skólann. Í næstu viku er dagur íslenskrar náttúru og vonumst við til að veðrið verði áfram gott svo hægt verði að fara út og gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. Við erum að fikra okkur áfram með ávaxtastundirnar okkar og þökkum við fyrir það þegar foreldrar/forráðamenn eru með okkur í liði í að láta hlutina ganga vel. Við reynum eftir fremsta megni að hafa alltaf eitthvað í boði fyrir alla og enginn á að vera svangur. Við ætlum einnig að vera með uppábrot og bjóða stundum upp á heimabakað í nestistímanum. Þetta er allt í þróun hjá okkur og við tökum vel á móti öllum ábendingum. Hafragrauturinn hefur verið vel sóttur í upphafi skólaársins og vonumst við til að það haldi áfram, en hann er í boði frá 7:45 alla daga sem nemendur eru í skóla. Myrkrið fer að færast yfir okkur á morgnanna og því er kjörið að fara skoða endurskinsmerki, kanna hvort að útifatnaður og töskur sjáist örugglega vel í myrkinu og fara yfir umferðarreglurnar með krökkunum. Við vonum að þið njótið helgarinnar og óskum þeim sem eru á leið í smalamennsku góðrar skemmtunar og biðjum ykkur öll að fara varlega og koma heil heim. Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira