Fréttir

Skóladagurinn könnun

Kæru foreldrar/forráðamenn. Komið hefur upp sú hugmynd að seinka byrjun skóladags. Gott væri ef þið gæfuð ykkur tíma til að merkja við á eyðublaðinu sem hér fylgir hvenær ykkur þætti best að kennsla hæfist. Ávallt skal þó hafa í huga að skólahúsnæðið myndi opna kl. 7:30 og starfsmenn væru til staðar að taka á móti nemendum. Einnig skal hafa í huga að nemendur yrðu lengur fram á daginn sem þessari seinkun nemur.
Lesa meira

Prjónagleði

Höfðaskóli tekur þátt í verkefni í samvinnu við Textílsetrið. Jóhanna Pálmadóttir forstöðumaður Textílsetursins heimsótti nemendur í 4.-10. bekk og þar með hófst verkefnið formlega.
Lesa meira

Bekkjarmyndataka skráning

Bekkjarmyndir verða teknar af nemendum 1.-10. bekkjar 15.maí. Nemendum býðst að kaupa mynd og skólinn varðveitir eintak. Auðunn Níelsson ljósmyndari mun annast myndatökuna. Nemendur á yngsta og miðstigi fara ekki í sund þann morguninn. Vinsamlegast fyllið út hér fyrir neðan hvort áhugi er á myndakaupum, myndin kostar 2000 kr.
Lesa meira

Gamanleikritið Lífið er núna!!

Leiklistardeild Höfðaskóla frumsýnir gamanleikritið "Lífið er núna", undir leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningar verða í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, miðasala við innganginn. ATH! Enginn posi er á staðnum.
Lesa meira

Ratleikur

Lesa meira