Fréttir

Fjöruhreinsun í samstarfi við BioPol

Nemendur í 6.-10. bekk Höfðaskóla fóru þriðjudaginn 29. maí og vörðu skóladeginum í að tína rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol.
Lesa meira

Stigsmyndir til sölu

Bekkjarmyndir og stigsmyndir voru teknar 15.maí og hafa flestar bekkjarmyndir verið afhentar. Nemendum býðst einnig að kaupa stigsmynd. Vinsamlegast fyllið út hér hvort áhugi er á stigsmyndakaupum, myndin kostar 2000 kr.
Lesa meira

Skóladagurinn könnun

Kæru foreldrar/forráðamenn. Komið hefur upp sú hugmynd að seinka byrjun skóladags. Gott væri ef þið gæfuð ykkur tíma til að merkja við á eyðublaðinu sem hér fylgir hvenær ykkur þætti best að kennsla hæfist. Ávallt skal þó hafa í huga að skólahúsnæðið myndi opna kl. 7:30 og starfsmenn væru til staðar að taka á móti nemendum. Einnig skal hafa í huga að nemendur yrðu lengur fram á daginn sem þessari seinkun nemur.
Lesa meira

Prjónagleði

Höfðaskóli tekur þátt í verkefni í samvinnu við Textílsetrið. Jóhanna Pálmadóttir forstöðumaður Textílsetursins heimsótti nemendur í 4.-10. bekk og þar með hófst verkefnið formlega.
Lesa meira

Bekkjarmyndataka skráning

Bekkjarmyndir verða teknar af nemendum 1.-10. bekkjar 15.maí. Nemendum býðst að kaupa mynd og skólinn varðveitir eintak. Auðunn Níelsson ljósmyndari mun annast myndatökuna. Nemendur á yngsta og miðstigi fara ekki í sund þann morguninn. Vinsamlegast fyllið út hér fyrir neðan hvort áhugi er á myndakaupum, myndin kostar 2000 kr.
Lesa meira

Gamanleikritið Lífið er núna!!

Leiklistardeild Höfðaskóla frumsýnir gamanleikritið "Lífið er núna", undir leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningar verða í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, miðasala við innganginn. ATH! Enginn posi er á staðnum.
Lesa meira