Fréttir

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Höfðaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Páskafrí

Lesa meira

Nemendur 5.bekkjar söfnuðu fé til styrktar ABC barnahjálp

5. bekkur tók höndum saman og gengu í hús og söfnuðu fé til styrktar ABC barnahjálp. Samtals söfnuðu þau 38.820. Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku vel á móti krökkunum og styrktu um leið ABC barnahjálp.
Lesa meira

Ærslabelgurinn kom úr vetrardvala

Ærslabelgurinn kom úr vetrardvala í dag og nýttu nemendur 2.-4.bekkjar sér það til að hoppa og skoppa. Belgurinn verður opinn frá 12-20 alla daga.
Lesa meira

Menntabúðir í Höfðaskóla

Miðvikudaginn 3. apríl stóðu kennarar Höfðaskóla fyrir menntabúðum fyrir kennara í Húnavatnssýslum. Þeir kennarar sem mættu gátu valið sér örnámskeið þar sem þeir kynntust ýmsum smáforritum og skipulagssverkfærum sem notuð eruð við kennslu og kennsluskipulag í Höfðaskóla. Þetta er í annað sinn sem menntabúðir eru haldnar á vegum skólanna í Húnavatnssýslum, en Blönduskóli reið á vaðið í fyrra. Vonandi eru svona menntabúðir komnar til að vera því það er hægt að læra svo margt af hvert öðru.
Lesa meira

Pinata gerð á miðstigi

Í marsmánuði kom listamaður frá Mexico, sem nú er staddur í Nes listamiðstöð og hélt stutt námskeið fyrir nemendur á miðstigi í Pinata gerð. Nemendur skemmtu sér vel við þessa vinnu og var útkoman fjölbreytt og skemmtileg.
Lesa meira

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi eða Stóra upplestrarkeppnin eins og hún heitir á landsvísu, fór fram á Húnavöllum í dag þar sem tólf nemendur öttu kappi, þrír frá hverjum skóla í sýslunni. Nemendur Höfðaskóla stóðu sig frábærlega og hrepptu þrjú efstu sætin.
Lesa meira