16.01.2020
Umhverfisnefnd skólans fundaði í dag. Fundargerð er hægt að nálgast hér.
Lesa meira
13.01.2020
Sæl öll.
Að höfðu samráði við sveitarstjóra hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa skóla á morgun, þriðjudaginn 14.janúar.
Förum varlega og sýnum aðgát!
Kær kveðja
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
10.01.2020
Sæl kæru vinir og gleðilegt nýtt ár
Skólastarfið fer vel af stað eftir gott jólafrí, nemendur eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu.
Mánudaginn n.k., 13. janúar, er starfsdagur og því ekki skóli hjá nemendum þann dag. Þriðjudaginn 14. janúar er hefðbundinn skóladagur og miðvikudaginn 15. janúar eru nemendaviðtöl. Þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara en að öðru leyti er ekki skóli þann dag. Fimmtudagur og föstudagur eru svo hefðbundnir skóladagar. Ný önn hefst að loknum nemendaviðtölum og lýkur á skólaslitum í vor.
Veðrið heldur áfram að leika okkur grátt og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni.
Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Svenny töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á miðvikudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
19.12.2019
Í mörg ár hefur tíðkast hjá nemendum og starfsfólki Höfðaskóla á Skagaströnd að skiptast á gjöfum á litlu jólunum. Allir koma þá með eina gjöf í púkk þar sem dregið er um hvaða pakka hver og einn fær. Í ár var gerð breyting og var óskað eftir að hvert heimili og hver starfsmaður kæmu með 1000 krónur til þess að safna fyrir vatnsdælu hjá Unicef. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust meira að segja nokkrar ömmur og nokkrir afar í hópinn og lögðu málefninu lið.
Lesa meira
18.12.2019
Samningar hafa náðst við þá jólasveinabræður og þeir eru væntanlegir til byggða á Þorláksmessu til þess að bera út pakka og bréf. Þeir sem vilja nýta sér þjónustu þeirra geta hitt umboðsmenn þeirra við kennarainngang Höfðaskóla þann 19.desember kl. 18:00-20:00.
Lesa meira
18.12.2019
Í morgun fóru nemendur og starfsfólk skólans yfir í kirkjuna, sungu nokkur jólalög við undirleik nemenda og kennara. Magnús B. Jónsson las svo uppúr bókinni "Þegar jólasveinarnir urðu góðir". Róleg gæðastund þar sem gleðin var við völd.
Lesa meira
18.12.2019
Nemendur á miðstigi og unglingastigi hafa fengið eina stærðfræðiþraut á hverjum degi, á aðventunni, til að leysa. Svörin voru svo sett í pott og dregið úr réttum lausnum í dag. Verðlaunin voru aldeilis ekki af verri endanum en það voru Landsbankinn, Biopol og Sveitarfélagið Skagaströnd sem gáfu peningagjafir.
Lesa meira
17.12.2019
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla ætla breyta út af vananum á litlu jólunum og sleppa pakkaskiptum. Í staðin leggur hvert heimili til 1000 krónur í söfnun fyrir vatnsdælu hjá Unicef. Vel hefur verið tekið í söfnunina og kom t.a.m. ein amma með pening í söfnunina, 1000 krónur fyrir hvert barnabarn sem hún á í skólanum. Stefnt er að því að ljúka söfnuninni og kaupa varninginn þann 19. desember n.k.
Lesa meira
13.12.2019
Yngsta stig dansaði sig inn í helgarfríið með aðstoð "gonoodle" á youtube.
Lesa meira
13.12.2019
Sæl og blessuð
Þessi vikan fór hjá með hvelli í orðsins fyllstu merkingu. Veðrið lék okkur grátt og ekkert skólahald var þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Í dag komst loksins allt í eðlilegt horf aftur. Halldór Gunnar Ólafsson kom í heimsókn í morgun og las fyrir nemendur á yngsta stigi uppúr bókinni Emil í Kattholti og þeir Kristján Pétur Guðjónsson og Sigurjón Elí Eiríksson komu fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Strandar með fræðslu um flugelda og fleiri þeim tengdum fyrir alla nemendur skólans. Við þökkum þessum heiðursmönnum öllum kærlega fyrir komuna. Það er alltaf skemmtilegt að fá góðar heimsóknir.
Næsta vika er síðasta skólavikan fyrir jólafrí og þá verður ýmislegt um að vera. Á miðvikudag ætlum við saman í kirkjuna og eiga þar notalega stund, hlusta á jólasögu og syngja jólalög. Möndlugrauturinn verður svo á sínum stað þann sama dag. Á fimmtudaginn er komið að litlu jólunum, þá mæta nemendur klukkan 9:00 og eiga notalega stund áður en allir halda heim í jólafrí uppúr hádegi. Allar nánari upplýsingar um þessa daga fást hjá umsjónarkennurum.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
e.s. það eru 11 dagar til jóla :)
Lesa meira