11.12.2019
Sæl
Að höfðu samráði við Sveitarfélagið og Björgunarsveitina Strönd hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa skóla á morgun, fimmtudaginn 12. desember, þar sem erfiðlega gengur að halda helstu leiðum bæjarins opnum.
Förum varlega og sýnum aðgát!
Kveðja
Sara Diljá og Guðrún Elsa.
Lesa meira
10.12.2019
Sæl öll!
Vegna tilmæla frá Almannavörnum hefur skólahaldi verið aflýst á Skagaströnd á morgun, miðvikudaginn 11. desember.
Förum varlega og sýnum aðgát!
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
09.12.2019
Sæl kæru foreldrar
Að höfðu samráði við björgunarsveitina Strönd og sveitarstjóra hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa skólahaldi á Skagaströnd, á morgun, þriðjudaginn 10. desember.
Ef veruleg breyting verður á spá og stefnt verður að opnun skóla á morgun, fáið þið tölvupóst eða sms skilaboð þess efnis.
Förum varlega og sýnum aðgát!
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
09.12.2019
Í tengslum við verkefnið skóli á grænni grein vinna nemendur ýmis verkefni. Í síðustu viku var allt rusl sem féll til eftir nestistíma vigtað. Flokkarnir sem vigtaðir voru, voru plast, pappír og almennt sorp (þar er lífræni úrgangurinn líka). Niðurstöðurnar má sjá á meðfylgjandi mynd:
Lesa meira
09.12.2019
Sýning á náttúrufræðiverkefnum nemenda á miðstigi.
Lesa meira
06.12.2019
Nemendur skólans hittust í dag og föndruðu saman. Kennarar voru búnir að undirbúa stöðvar sem nemendur gátu flakkað á milli.
Lesa meira
04.12.2019
Í morgun hittust allir nemendur og starfsfólk skólans og sungu saman jólalög við undirleik Helenu Ránar. Skemmtileg stund sem verður endurtekin í næstu viku :)
Lesa meira
02.12.2019
Nemendur á yngsta stigi, 1.-4.bekk, eru að vinna að sameiginlegu þemaverkefni um líkamann. Ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt hefur komið í ljós og er nemendahópurinn áhugasamur og fróðleiksfús.
Vissu þið að * í áranna rás deyja sumir bragðlaukarnir og engir nýjir koma í staðinn. Svo að krakkar eru með bestu bragðlaukana.
* ef þú nagar á þér neglurnar skaltu hafa það í huga að það eru fleiri sýklar undir nöglunum á þér en undir klósettsetu.
* það eru 206 bein í beinagrind fullorðins manns.
* þú notar 40 vöðva til að gretta þig en 20 vöðva til að brosa.
Lesa meira
27.11.2019
Í dag kom umhverfisnefnd Höfðaskóla saman til fundar.
Hér má lesa fundargerð fundarins.
Lesa meira