06.05.2020
Nemendur í 1. og 2. bekk fögnuðu komu 4. maí með sápukúlublæstri.
Lesa meira
30.04.2020
Sæl öll
Nú er síðasta vikan með breyttu skólahaldi að renna sitt skeið. Á mánudaginn ganga nemendur aftur inn í þær stundatöflur sem þau höfðu fyrir samkomubann og lífið fer í aðeins meiri rútínu aftur :)
Þó svo að starfsfólk skólans hafi verið meðvitað um hversu gott skólasamfélagið á Skagaströnd er áður en covid ástandið skall á erum við enn sannfærðari um það nú að Höfðaskóli á góða að á öllum vígstöðum. Enn og aftur langar okkur að þakka ykkur, kæru foreldrar, forráðamenn, ömmur, afar og allir aðrir velunnarar fyrir samstarfið undanfarnar vikur. Það hefur auðveldað þær skipulagsbreytingar sem ráðist var í að hafa gott fólk með okkur í liði. Nú höldum við áfram og klárum skólaárið með stæl :)
Allar líkur eru á að skólaslitin þetta árið verði með breyttu sniði. Við bíðum eftir fyrirmælum og munum upplýsa ykkur um fyrirkomulag skólaloka þegar nær dregur.
Á morgun er 1. maí og því frí í skólanum.
Við vonum að þið njótið helgarinnar, við sjáumst á mánudag - í rútínu :)
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
28.04.2020
Nemendur 3.bekkjar nýttu góða veðrið og æfðu sig í skrift utandyra.
Lesa meira
25.04.2020
Laus er til umsóknar ein 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi.
Lesa meira
22.04.2020
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nú er að öllum líkindum aðeins ein vika eftir af þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi í skólastarfi. Næsta vika verður með sama skipulagi og þessi, þ.e.:
- Yngsta stig mætir í skólann kl. 8:00 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:00.
- Miðstig mætir í skólann kl. 8:30 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:15.
- Unglingastig mætir í skólann kl. 9:00 og taka kennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:30.
Ekki verður hafragrautur í boði né ávaxtastund á miðvikudaginn. Hádegismatur og frístund falla einnig niður.
Í byrjun næstu viku munum við senda ykkur upplýsingar um skólastarf sem taka gildi þann 4. maí n.k.
Starfsfólk Höfðaskóla óskar ykkur öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir einstaka samvinnu á undanförnum vikum.
Með sumarkveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
22.04.2020
Nemendur miðstigs nýttu veðrið og plokkuðu :)
Lesa meira
21.04.2020
Nemendur í 4. bekk skelltu sér í hjólaferð í morgun ásamt umsjónarkennara.
Áður en haldið var af stað horfði hópurinn á myndband um það hvernig best er að stilla hjólin og hjálmana, ásamt því að fara yfir helstu reglur í umferðinni. Með hjálmana rétt stillta og allir klæddir fagurgulum vestum var skellt sér út og hjólað að golfskálanum.
Á leiðinni ræddi hópurinn um umhverfið, örnefni og kennileti. Þegar komið var að golfskálanum var sparinesti snætt í góða veðrinu og að sjálfsögðu var passað að allt rusl færi með aftur heim. Farið var í nokkra leiki og hjólað svo aftur í skólann.
Þetta var frábær dagur fyrir útivist, veðrið lék við nemendur sem skemmtum sér konunglega.
Lesa meira
17.04.2020
Heil og sæl
Vikan sem nú er að líða gekk vel. Nú eru tvær vikur eftir með takmörkunum á skólastarfi og þann 4. maí vonumst við til að geta hafið skólastarf án takmarkana að nýju.
Nú sem fyrr minnum við foreldra á að kjósi þeir að halda börnum sínum heima á meðan á samkomubanni stendur þarf að tilkynna það hér.
Í næstu viku ætlum við aftur að láta á það reyna að bjóða öllum stigum upp á að mæta í skóla, ef það breytist munum við senda út tilkynningu þess efnis.
Ein breyting frá þessari viku en hún er sú að einn kennari sér um hvern hóp, ef sá kennari forfallast verður hópurinn hans heima þann daginn, en þetta á við um mið- og unglingastig.
Annars er skipulagið eftirfarandi, athugið að sumardagurinn fyrsti er á fimmtudag og starfsdagur á föstudag, svo vikan er stutt hjá nemendum.
Yngsta stig mætir í skólann kl. 8:00 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:00.
Miðstig mætir í skólann kl. 8:30 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:15.
Unglingastig mætir í skólann kl. 9:00 og taka kennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:30.
Nemendur vinna áfram í litlum hópum þar sem við munum eftir fremsta megni reyna að tryggja tveggja metra bil milli fólks.
Við minnum einnig á að ef nemendur eða aðrir fjölskyldumeðlimir finna fyrir flensueinkennum eru þau vinsamlegast beðin um að halda sig heima þar til það gengur yfir. Einnig minnum við á tilmæli þess efnis að halda nemendum í sömu hópum eftir skóla og þau eru í, í skólanum, ætli þau að leika við önnur börn eftir að skóladeginum lýkur, sjá tilmæli frá landlækni hér:
Hádegismatur verður ekki í boði þessa viku né ávaxtastund á miðvikudag. Frístund fellur sömuleiðis niður. Einnig minnum við á að unglingadeild þarf að koma með nesti með sér þar sem ekki er í boði að fara í búðina í frímínútum.
Endilega hafið samband ef spurningar vakna
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
13.04.2020
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn.
Hér kemur skipulag vikunnar,töluverð forföll hafa verið hjá nemendum síðan samkomubann tók gildi og því ætlum við að láta á það reyna að bjóða öllum stigum uppá að mæta þessa viku, ef allir nemendur mæta munum við þó þurfa að breyta skipulaginu aftur og verður þá sendur út póstur þess efnis. Við minnum á að þeir sem kjósa að hafa börnin sín heima, eru vinsamlegast beðnir um að skrá þau í leyfi hér: https://www.hofdaskoli.is/is/foreldrar/leyfi
Yngsta stig mætir í skólann kl. 8:00 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:00.
Miðstig mætir í skólann kl. 8:30 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:30.
Unglingastig mætir í skólann kl. 9:00 og taka kennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 13:00.
Það er alveg ljóst að töluverðar takmarkanir verða á skólastarfi áfram og verður kennsla með svipuðu sniði og fyrir páskafrí, þ.e. nemendur vinna í litlum hópum þar sem við reynum eftir fremsta megni að tryggja 2 metra bil milli nemenda.
Við minnum einnig á að ef nemendur eða aðrir fjölskyldumeðlimir finna fyrir flensueinkennum eru þau vinsamlegast beðin um að halda sig heima þar til það gengur yfir. Einnig minnum við á tilmæli þess efnis að halda nemendum í sömu hópum eftir skóla og þau eru í, í skólanum ætli þau að leika við önnur börn eftir að skóladeginum lýkur, sjá tilmæli frá landlækni hér: https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/20/samkomubann-og-born-leidbeiningar-fra-landlaekni/
Hádegismatur verður ekki í boði þessa viku né ávaxtastund á miðvikudag. Frístund fellur sömuleiðis niður. Einnig minnum við á að unglingadeild þarf að koma með nesti með sér þar sem ekki er í boði að fara í búðina í frímínútum.
Endilega hafið samband ef spurningar vakna
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
03.04.2020
Sæl kæru foreldrar
Fyrst af öllu langar okkur, starfsfólki skólans, að þakka ykkur kærlega fyrir samvinnuna undanfarnar vikur, það er ómetanlegt hversu vel foreldrar/forráðamenn hafa tekið í þær breytingar sem við höfum þurft að gera.
Nú horfir svo við að samkomubannið verði framlengt til 4. maí og aflétt í skrefum eftir það. Við höfum tekið ákvörðun um að senda ekkert út strax í sambandi við skólahald eftir páska heldur biðjum við ykkur um að fylgjast vel með póstinum ykkar mánudaginn 13. apríl, þ.e. á annan í páskum en þá munum við senda skipulagið út. Við gerum okkur þó grein fyrir að foreldrar, sérstaklega á yngsta stigi, þurfa tíma til að skipuleggja sig ef börnin eru ekki í skóla og biðjum við ykkur því að gera ráð fyrir að yngsta stig verði ekki í skóla fyrstu vikuna eftir páska. Það er þó ekki niðurneglt og allar upplýsingar munu berast á annan í páskum.
Enn og aftur, takk fyrir samstarfið, kæru foreldrar/forráðamenn. Skólasamfélagið á Skagaströnd er ríkt af góðu fólki.
Gleðilega páska
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira