Fréttir

Pinata gerð á miðstigi

Í marsmánuði kom listamaður frá Mexico, sem nú er staddur í Nes listamiðstöð og hélt stutt námskeið fyrir nemendur á miðstigi í Pinata gerð. Nemendur skemmtu sér vel við þessa vinnu og var útkoman fjölbreytt og skemmtileg.
Lesa meira

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi eða Stóra upplestrarkeppnin eins og hún heitir á landsvísu, fór fram á Húnavöllum í dag þar sem tólf nemendur öttu kappi, þrír frá hverjum skóla í sýslunni. Nemendur Höfðaskóla stóðu sig frábærlega og hrepptu þrjú efstu sætin.
Lesa meira

Blár apríl

Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir Bláum Apríl, árlegu vitundarátaki um einhverfu þar sem fólk er hvatt til að kynna sér málefni einhverfra og sýna einhverfum stuðning og samstöðu. KLÆÐUMST BLÁU ÞRIÐJUDAGINN 2.APRÍL
Lesa meira

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi heimsótt

Í dag heimsóttu nemendur í 5. bekk Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og höfðu mjög gaman af. Takk kærlega fyrir okkur Elín og Jóhanna :)
Lesa meira

Sterkari út í lífið

Markmið þessa verkefnis er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga.
Lesa meira

Framsagnarkeppni Höfðaskóla

Þriðjudaginn 12. mars s.l. var framsagnarkeppni Höfðaskóla haldin í Hólaneskirkju. Nemendur 5., 6. og 7. bekkjar tóku þátt og stóðu sig öll með prýði. Á myndinni má sjá þær Sóleyju Sif Jónsdóttur, Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur og Ísabellu Líf Tryggvadóttur sem hrepptu þrjú efstu sætin í 7. bekk og fara því áfram í stóru framsagnarkeppnina sem haldin verður á Blönduósi.
Lesa meira

Árshátíð Höfðaskóla

Föstudagskvöldið 16.nóvember 2018, verður árshátíð skólans. Daginn ber upp á Dag íslenskrar tungu en þá hefur verið venjan að halda Elínborgardag. Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands þá verður þema árshátíðaratriða árin 1918-2018. Skólafélagið Rán verður með kaffisölu eins og venjan er á Elínborgardegi. Okkur langar því að biðja hvert heimili sem á nemendur í skólanum að leggja til eitthvert góðgæti á kaffiborðið. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð nemenda. Vinsamlegast athugið að það má alls ekki koma með rétt sem inniheldur hnetur, þ.m.t. Snickers. Vinsamlegast komið með ykkar rétt í Fellsborg milli kl. 17:00 og 18:00 á árshátíðardegi. Stjórn skólafélagsins Ránar
Lesa meira