02.06.2020
Fimmtudagskvöldið 28.maí hélt unglingadeildin lokaball og kvaddi þar með 10. bekk og bauð 7. bekk velkominn upp á unglingastig.
Lesa meira
02.06.2020
Flippíþróttir eru íþróttaleikar þar sem keppt er í alls konar óhefðbundum íþróttagreinum sem sjást seint á ólympíuleikunum. Keppni sem þessi hefur spilað stórt hlutverk á vordögum Höfðaskóla síðastliðna áratugi. Keppt var ,að þessu sinni, t.d. í pastaspýtingu, stígvélakasti og vatnsdósabretti.
Lesa meira
22.05.2020
Heil og sæl
Næst síðasta skólavikan á þessu skólaári er nú að renna sitt skeið. Veðrið leikur við okkur og nemendur keppast við að leggja lokahönd á námsmatsverkefnin sín.
Næsta vika verður uppbrotsvika hjá okkur. Á mánudag og þriðjudag eru hefðbundnir skóladagar hjá 1.-9. bekk en 10. bekkur ætlar í smá útskriftarferð þá daga, á miðvikudag er útivistardagur þar sem hvert stig fyrir sig sér um skipulag. Á fimmtudag verður flippíþróttadagurinn okkar frægi og þann dag endum við á því að grilla pylsur áður en nemendur halda í sumarfrí. Frístund verður með hefðbundnu sniði þessa fjóra daga.
Föstudaginn 29. maí verður starfsdagur og skólaslit. Skólaslitin munu fara fram í Fellsborg og hefjast kl. 17:00. Við minnum á, að ef einhver vill að tekið sé tillit til 2 metra reglunnar við sig, er ekkert mál að verða við því, hafið þá samband við okkur. Nánari útfærsla á 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum verður kynnt á mánudag og með þeim útfærslum ættum við að geta haldið skólaslitin okkar með hefðbundnu sniði.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
20.05.2020
Í gær nutu nemendur í 1. og 2. bekk veðurblíðunnar og fóru á Hnappstaðartún. Þar vorum við að skoða plönturnar sem þar eru, áferð flata, formin í umhverfinu og sólúrið.
Virkilega skemmtilegt
Lesa meira
15.05.2020
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel og við höfum unnið ýmis verkefni. Námsmat er í fullum gangi og inn á milli höfum við nýtt góða veðrið og farið út. Í næstu viku vonum við að veðrið haldi áfram að leika við okkur og hægt sé að flytja kennsluna utandyra að hluta til.
N.k. fimmtudag er svo uppstigningardagur og þann dag verður ekki skóli.
Vorskýrsla skólapúlsins er nú aðgengileg á heimasíðu, hana má HÉR
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
15.05.2020
Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 36. gr. ber öllum grunnskólum að
framkvæma kerfisbundið sjálfsmat á starfsemi sinni.
Megintilgangur með sjálfsmati er að kanna hvort tekist hafi að ná markmiðum skólans, að greina veika og sterka
þætti skólastarfsins og bæta það sem bæta þarf en um leið styrkja jákvæða þætti.
Lesa meira
14.05.2020
Í vikunni fengu nemendur 1.bekkjar afhenda gjöf frá Kiwanis klúbbnum , börnin glöddust innilega og við þökkum góðar gjafir.
Lesa meira
12.05.2020
Skólanum barst höfðingleg gjöf í dag. Saumastofan Íris færði okkur nýjar svuntur til að nota í heimilisfræði. Við þökkum kærlega fyrir, þetta mun nýtast vel.
Lesa meira
11.05.2020
Nemendur yngsta stigs fóru í fjöruferð eftir hádegi í dag. Allir skemmtu sér vel og komu með ýmislegt góss til baka.
Lesa meira