Fréttir

Piparkökugleði

Nemendur í áhugasviðsvalgreininni skreyttu piparkökur í dag og höfðu gaman af. Það er alltaf gaman að brjóta upp hefðbundna kennslu af og til. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Jólasöngur

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn þegar Hugrún Sif og Elvar Logi tónlistarkennarar komu til okkar og leiddu jólasöngstund. Það er alltaf gaman að brjóta aðeins upp skóladaginn og heppnaðist stundin vel. Við erum mjög þakklát fyrir gott samstarf við tónlistarskólann okkar. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Jólasöfnun nemenda og starfsfólks Höfðaskóla

Litlu jól nemenda verða 19. desember nk. og ætlum við að halda okkur við fyrirkomulag undanfarinna ára þ.e. engin pakkaskipti á litlu jólunum, bæði hjá nemendum og starfsfólki skólans. Óskað er eftir því að hvert heimili leggi 1000 krónur í púkk, ef heimilin hafa tök á. Síðastliðin tvö ár hafa nemendur kosið að styrkja Velunnarasjóð Skagastrandar og Skagabyggðar en hann er til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu sem minna mega sín. Nú á næstu dögum munu stjórnendur skólans fara í umsjónarstofur nemenda og biðja um hugmyndir að sjóðum og/eða málefnum til að styrkja. Ef þú, kæri lesandi, lumar á góðu málefni til að styrkja þá endilega hafðu samband.
Lesa meira

Nemendur 1.bekkjar skreyta dagatöl

Í dag hafa nemendur í 1.bekk dundað sér við að skreyta dagatöl fyrir komandi ár. Myndirnar eru allar ýmist teiknaðar eða klipptar úr mjólkurfernum sem búið er að halda til haga síðan jólamjólkin fór að koma í búðir sl. okt. Myndir hér
Lesa meira

Höfðafréttir - fyrsta blaðið komið út

Fyrsta blað Höfðafrétta var gefið út í dag en blaðið er eingöngu gefið út rafrænt að þessu sinni og má lesa það hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Enn ein vikan flogin hjá og 1. desember mættur. Í þessari viku voru nemendur á unglingastigi í list- og verkgreina lotu þar sem þau voru í heimilisfræði. Þau gerðu margt skemmtilegt eins og að fræðast um matarmenningu, næringarfræði, baka og hjálpa til við hádegismatinn upp í Fellsborg. Allt gekk þetta vel og var ekki annað að sjá og heyra en nemendur væru ánægðir. Úti er kalt og dimmt og við minnum enn og aftur á að mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og með endurskinsmerki. Framundan er ýmislegt skemmtilegt í desember en mikilvægt er að gleyma ekki heimalestrinum í öllu amstrinu. Lestrarstund er góð samverustund. Í skólanum er ýmislegt skemmtilegt framundan í desember og má þar nefna söng á sal, jólaföndur stöðvar, menntabúðir, jólapeysu dag og margt fleira. Í næstu viku eru jólatónleikar hjá nemendum í tónlistarskólanum en þeir verða haldnir í Hólaneskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 17:00 og við hvetjum að sjálfsögðu öll til að mæta þangað. Við vonum að þið njótið þessarar fyrstu helgi í aðventu Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Gjöf frá Kiwanis klúbbnum

Nemendur í 1. bekk fengu góða heimsókn frá fulltrúum Kiwanis klúbbsins og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þegar Kiwanis klúbburinn færði nemendunum endurskinsvesti í gjöf. Vestin koma sér vel núna í svartasta skammdeginu. Takk kærlega fyrir heimsóknina og þessa góðu gjöf.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan sem nú er að líða var heldur betur skemmtileg í Höfðaskóla. Á mánudaginn kom skólahópur leikskólans í heimsókn til okkar en fréttir og myndir frá því má sjá hér. Á mánudaginn var einnig nemendaþing haldið í skólanum þar sem stjórnendateymi skólans hitti nemendur á öllum stigum og rædd voru ýmis mál. Það var margt áhugavert sem kom fram um atriði sem nemendur vildu ýmist bæta eða voru ánægðir með. Allt eru þetta hlutir sem við tökum til skoðunar og bregðumst við ef þurfa þykir. Það skiptir okkur miklu máli að hlusta á raddir nemenda. Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag voru svo stigsskemmtanir sem heppnuðust mjög vel. Frétt og myndir frá því má sjá hér. Skólablaðið Höfðafréttir er í þann mund að verða tilbúið til birtingar og verður vonandi gefið út í næstu viku. Að þessu sinni verður blaðið rafrænt og við hlökkum til að sýna ykkur afrakstur vinnunnar hjá valgreinahópnum sem að blaðinu stendur. Tíminn æðir áfram og desember er handan við hornið. 1. desember er á föstudaginn í næstu viku en þann dag ætla allir bekkir að gera eitthvað í tengslum við þann merka dag, fullveldisdaginn. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Skemmtanir á öllum stigum

Í þessari viku var mikið um að vera hjá okkur þegar skemmtanir voru haldnar á öllum stigum. Á þriðjudaginn hittust nemendur í 1.-3. bekk ásamt fjölskyldumeðlimum og skreyttu piparkökur, gerðu jólakort, máluðu jólastjörnur og gæddu sér á veitingum sem foreldrar lögðu til. Notaleg á skemmtileg stund. Á miðviku- og fimmtudag voru svo skemmtanir hjá 4.-10. bekk þar sem þau stigu á stokk með ýmis atriði og leiki og enduðu svo í Pálínuboði með sínum fjölskyldum. Allt var þetta mjög vel heppnað og mæting góð. Við þökkum öllum sem komu og áttu skemmtilegar stundir með okkur kærlega fyrir komuna. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Skólahópur í myndmennt

Skólahópur leikskólans Barnabóls kemur í heimsókn til okkar einu sinni í viku. Í síðustu viku komu nemendur leikskólans á þeim tíma sem myndmennt er kennd og fengu að taka þátt, mikið fjör og mjög gaman.
Lesa meira