Fréttir

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vindasöm vika að baki sem endaði í þessum fína fyrsta snjódegi skólaársins. Nemendur 6.og 7.bekkjar sem taka þátt í verkefninu Mílan létu það ekki á sig fá og fóru í göngutúr sama hvernig blés. Það verður tómlegt hjá okkur í næstu viku þegar 7.bekkur fer í skólabúðirnar á Reykjum en þau eiga eftir að skemmta sér konunglega og koma heim reynslunni ríkari. Fimmtudaginn 19. október, verður valgreinadagur unglinga haldinn á Skagaströnd, þá fáum við heimsókn frá Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnaskóla en þaðan koma nemendur úr 8.-10. bekk. Bendum ykkur á að skoða viðburðadagatal skólans en þar koma fram helstu dagsetningar og viðburðir er varða skólastarfið. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fyrsti snjór vetrarins

Í morgun var fyrsti snjór vetrarins mættur. Það var mikið fjör í frímínútunum þegar nemendur fóru út á skólalóðina. Margir nýttu tækifærið og fóru í snjókast, gerðu snjókarla og snjóengla. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru úti í morgun.
Lesa meira

Myndmennt

Við erum búin að bralla ýmislegt síðustu vikur í myndmennt. Yngri hópur Málaði vatnslitaverk og prófuðu að blanda salti við vatnsliti. Þau æfðu sig í að gera mósaík list, lærðu prentunar aðferð með því að mála á lego kubba og stimpla á blað. Þau horfðu á nokkrar teiknaðar stuttmyndir og teiknuðu myndir af því sem þau sáu í stuttmyndunum með klessulitum. Eldri hópur leiraði sveppi, málaði með vatnslitum og bjuggu til tvenns konar mósaík myndir.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Miðvikudaginn s.l. fengum við góða heimsókn á vegum list fyrir alla þegar þau Bragi Páll og Bergþóra komu og hittu nemendur í 7.-10. bekk og ræddu við þau um ritun, rithöfunda starfið og margt fleira. Það var virkilega skemmtilegt að fá þau til okkar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Menntabúðirnar okkar sem fyrirhugaðar eru 24. október verða færðar á aðra dagsetningu og verða að öllum líkindum 11. desember, við auglýsum það betur þegar nær dregur. Á fimmtudaginn í næstu viku, 12. október, verður valgreinadagur unglinga haldinn á Skagaströnd, þá fáum við heimsókn frá Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnaskóla en þaðan koma nemendur úr 8.-10. bekk. Við minnum svo enn og aftur á mikilvægi heimalesturs, endurskinsmerkja og þess að mæta vel sofinn í skóla. Allt skiptir þetta miklu máli. Endilega hafið samband við okkur ef eitthvað er. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Allt á fullu á skólalóðinni fyrir veturinn. Hér var verið að helluleggja, þökuleggja og skipta út kurli á fótboltavellinum. Verkefni sem nemendur skólans lögðu mikla áherslu á í málflutningi við sveitarstjórn í vor. Mikilvægt þegar nemendur upplifa að skoðanir þeirra skipta máli. Við minnum á mikilvægi þess að láta vita ef nemendur forfallast, hægt er að hafa samband við Björk ritara, eftir kl. 7:30, með því að hringja í s.4522800, senda tölvupóst á hofdaskoli@hofdaskoli.is ásamt því að tilkynna gegnum heimasíðuna. Hafragrauturinn góði er svo alltaf á sínum stað á morgnanna. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl og blessuð Áfram líður tíminn og skólaárið er komið vel af stað. Í vikunni sem nú er að líða voru nemendaviðtöl sem voru vel sótt og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir góð og gagnleg viðtöl. Gott samstarf milli heimila og skóla skilar sér til nemenda á þann veg að þeim líður betur og námsárangur verður betri. Við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomnir í heimsókn til okkar, slíkt þarf ekki einungis að vera á sérstökum viðtals dögum. Lesferill verður lagður fyrir núna í september og verða niðurstöður nemenda aðgengilegar á Mentor. Mikilvægt er að halda vel á spöðunum þegar kemur að heimalestri og sinna þeim hluta náms vel ekki síður en þeim hluta sem fram fer í skólanum. Þetta skólaárið mun verða sameiginleg stjórn nemendafélagsins og félagsmiðstöðvarinnar. Í stjórn skólaárið 2023-2024 sitja: Úr 8. bekk eru það Patrik Máni Róbertsson og Ylfa Fanndís Hrannarsdóttir. Úr 9. bekk eru það Alexander Áki Hall Sigurðsson og Anton Logi Reynisson. Úr 10. bekk eru það Logi Hrannar Jóhannsson og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir. Stjórnin tekur til starfa í næstu viku og það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu. Við minnum á mikilvægi þess að yfirfara endurskinsmerkin þar sem er orðið ansi dimmt á morgnanna þegar við mætum í skólann. Hvetjum ykkur til að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar en þar setjum við inn allar helstu fréttir. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

FAST hetjur

Við í 1. bekk erum byrjuð á skemmtilegu verkefni sem kallast FAST hetjur og er verðlaunað fræðsluverkefni sem kennir fólki að þekkja einkenni slags (heilablóðfalls) og rétt viðbrögð við því. Þetta munum við taka fyrir 1x í viku í 5 vikur.
Lesa meira

Heimsókn í Árnes

Miðvikudaginn 6. september fórum við í 4. og 5. bekk heimsókn í Árnes. Sigrún Lárusdóttir tók á móti okkur. Hún sagði okkur sögu hússins og sýndi okkur allt húsið að innan. Okkur fannst merkilegt að sjá gamla krullujárnið og vöfflujárnið. Svo var gaman að fá að setjast í gamla stólinn sem var tekinn úr skipinu Laura sem var danskt póstskip sem strandaði í Bótinni ( norðan meginn við Höfðann) þann 10. mars 1910. og hann var mjög þægilegur. Það var líka mjög fyndið að konan og barnið voru látin sofa í pínulitlu rúmi en karlinn sem var miklu minni en konan svaf einn í miklu stærra rúmi. Þarna var líka gamall skólabekkur sem var mjög óþægilegur. Svo var mjög merkilegt að sjá hvað fólkið var duglegt að gera við það sem bilaði. Það var engu hent og meira að segja búið að sauma saman disk. Það var mjög gaman að sjá hvernig fólkið bjó í gamla daga og þessi heimsókn var mjög skemmtileg.
Lesa meira

Jón Sveinn Pálsson fyrrverandi skólastjóri Höfðaskóla

Jón Sveinn Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Höfðaskóla lést 6. september síðast liðinn 89 ára að aldri, hann verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag 20.september. Jón var skólastjóri Höfðaskóla á árunum 1966-1986 þó með hléi skólaárið 1973-1974. Starfsfólk Höfðaskóla fyrr og nú vottar aðstandendum samúð sína með þökk fyrir framlag hans til skólastarfs á Skagaströnd.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru - 1.-3.bekkur

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru fór 1.-3. bekkur út á föstudaginn. Þar léku þau sér með ýmisskonar efnivið í náttúrunni og bjuggu til andlitsmyndir
Lesa meira