Fréttir

Föstudagskveðja á fimmtudegi

Það er óhætt að segja að skólastarfið farið vel af stað í Höfðaskóla. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni, mörg hver verið töluvert útivið og haft gaman af. Frístund hefur staðið nemendum í 1.-4. bekk til boða, endurgjaldslaust, í ágúst. Frá og með mánudeginum n.k. 4. september er frístund aðeins í boði fyrir skráða nemendur, en skráning fer fram á heimasíðu skólans. Skráning í frístund Skráning í hádegismat Valgreinar hjá nemendum á mið- og unglingastigi eru margar hverjar komnar af stað og er margt fjölbreytt og skemmtilegt í boði þar. Í upphafi skólaárs er alltaf gott að muna eftir því að lúsin á það til að stríða okkur og gott að muna eftir því að kemba af og til. Að lokum minnum við á að á morgun, föstudaginn 1. september, er starfsdagur og ætlar starfsfólk skólans að skella sér á Hvammstanga á haustþing. Það er því ekki kennsla né frístund þann dag. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Myndmennt

List- og verkgreinar hófust í vikunni og yngri hópurinn litaði saman myndir og teiknuðu myndaramma á stórt blað. Útkoman var eins og mörg lítil listaverk. Þau lærðu líka um línur og form og fengu nokkrar teikniæfingar sem tengdust því. Nemendur á miðstigi fóru í skemmtilega teiknileiki með teningum og æfðu sig líka í japanskri list sem kallast Notan. Æfingin snýst um að læra muninn á jákvæðu og neikvæðu rými í myndlist og einnig góð æfing í speglun.
Lesa meira

Hestaval

Veðurguðirnir voru gjafmildir á sól og sumaryl föstudaginn síðastliðinn. Nemendur hestavals nutu aldeilis góðs af því og nýttu veðrið til að fara í útreiðartúr.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Þá er Höfðaskóli farinn af stað og ekki annað að sjá en að nemendur komi vel undan sumri. Skólasetning fór fram í gær og í morgun mættu nemendur samkvæmt stundaskrá. Veðrið leikur við okkur í dag og nemendur eru að koma sér fyrir og sinna ýmsum verkefnum bæði inni og úti. Hafragrauturinn var vel sóttur í morgun og vonumst við til að svo verði áfram. Það er gott að setjast niður á morgnanna áður en kennsla hefst, fá sér graut og spjalla við samnemendur og starfsfólk. Í næstu viku byrjar sundkennsla en hún verður á mánudögum og þriðjudögum og minnum við á að nemendur í 2.-10. bekk labba eða hjóla í sund. Ef hjólin eru notuð þarf að sjálfsögðu að vera með hjálm og ekki má fara á rafknúnum tækjum út í sundlaug. 1. bekk verður keyrt í og úr sundi. Á föstudaginn í næstu viku, 1. september, verður starfsdagur þar sem allt starfsfólk skólans sækir haustþing sem haldið verður á Hvammstanga. Minnum á skráningu í hádegismat og frístund. Ef eitthvað er óskýrt eða ef spurningar vakna, má alltaf hafa samband. Góð samvinna skiptir öllu máli. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára

Nú í sumar efndi verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára. Viðfangsefnið var matur framtíðarinnar og sendu nemendur inn sína myndrænu útfærslu á því hvernig þeir sæju fyrir sér mat framtíðarinnar. Nemendur Höfðaskóla sendu inn hvert listaverkið á fætur öðru og það var hún Victoría Mist Ernstdóttir sem landaði þriðja sætinu í keppninni. Við óskum henni innilega til hamingju.
Lesa meira

Skólabyrjun

Senn líður að skólabyrjun og verður skólasetning með sama hætti og undanfarin ár. Skólasetning fyrir skólaárið 2023-2024 fer fram fimmtudaginn 24. ágúst 2023. Nemendur mæta beint í skólann í sínar heimastofur í fylgd með foreldrum/forráðamönnum. Breyting hefur orðið á hvernig hópum er skipt en eru skiptingar og tímasetningar sem hér segir: 9:00 - 1.-3. bekkur í stofum á neðri hæð. 9:30 - 4. og 5. bekkur í miðstigs stofum á efri hæð. 10:00 - 6. og 7. bekkur í miðstigs stofum á efri hæð. 10:30 - 8.-10. bekkur í unglingastigs stofum á efri hæð. Í haust eru skráðir 66 nemendur Í Höfðaskóla og verða skóladagar 175 talsins. Eins og oft vill verða að hausti hafa orðið mannabreytingar í skólanum. Inga Jóna Sveinsdóttir er hætt störfum og Ásdís Ýr Arnardóttir og Kristín Kristmundsdóttir eru farnar í leyfi. Berglind Hlín Baldursdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sérkennslu, Gísli Ragnarsson kennari á mið- og unglingastigi og Sandra Ómarsdóttir tekur við bókasafninu. Umsjónarkennarar í ár verða: 1. bekkur - Halla María Þórðardóttir 2.-3. bekkur - Fjóla Dögg Björnsdóttir 4.-5. bekkur - Þorgerður Þóra Hlynsdóttir 6.-7. bekkur - Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Vigdís Elva Þorgeirsdóttir 8.-10. bekkur - Elva Þórisdóttir og Dagný Rósa Úlfarsdóttir Frístund verður starfrækt eins og undanfarin ár og er hún í boði fyrir nemendur yngsta stigs (1.-4. bekk) eftir að kennslu lýkur á daginn. Starfsmenn frístundar verða áfram þær Daniela Esme og Erna Ósk. Frístund verður í boði fyrir alla nemendur yngsta stigs, endurgjaldslaust, út ágúst en eftir það hafa aðeins skráðir nemendur aðgang. Skráning fer fram hér. Mötuneytið verður áfram rekið af sveitarfélaginu og munu nemendur borða í Fellsborg. Matráður verður Daniela Esme og henni til aðstoðar Kristín Þórhallsdóttir. Skráning fer fram hér. Ef gera þarf breytingu á skráningu nemenda eftir að skóli hefst skal senda óskir um þær á skagastrond@skagastrond.is Sund verður kennt á mánu- og þriðjudögum í ágúst, september, október, mars, apríl og maí. Nemendur labba eða hjóla í sund meðan veður leyfir að undanskyldum nemendum 1. bekkjar en þeim verður keyrt í og úr sundi. Hafragrauturinn góði verður í boði alla virka morgna og ávaxta stundin verður áfram á miðvikudögum. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna, við erum hér fyrir ykkur. Skólaárið 2023-2024 hefst 24. ágúst 2023 og þar með segi ég Höfðaskóla settan. Kær kveðja Sara Diljá skólastjóri
Lesa meira

Húsvörður óskast

Húsvörður óskast til starfa í 50% starf við Höfðaskóla á Skagaströnd. Vinnutími frá 12:15-16:15 Ráðið er í starfið frá 1. september 2023. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli í öðrum deildum skólans samhliða húsvarðarstöðu. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Allar upplýsingar um skólann má nálgast á www.hofdaskoli.is
Lesa meira

Skóladagatal veturinn 2023-2024

Skóladagatal 2023-2024 er hægt að nálgast hér.
Lesa meira

Síðasta föstudagskveðjan fyrir sumarfrí

Sæl öll Þá er síðasta skóladeginum lokið og nemendur komnir í sumarfrí. Dagurinn í dag var einstaklega skemmtilegur, nemendur voru úti á allskyns stöðvum, fóru í loftbolta, við fengum heimsókn frá lögreglunni sem skoðaði hjól nemenda og við enduðum svo á pylsugrilli þar sem var einnig boðið upp á krap. Foreldrafélagið kom að þessum degi með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Skólaslitin fara fram í Fellsborg kl. 17:00 í dag og vonumst við til að sjá sem flesta. Við þökkum fyrir skólaárið sem nú er liðið og vonum að þið hafið það gott í sumarfríinu. Kærar kveðjur Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fjöruferð

Í dag fóru nemendur 1.-10.bekkjar út að Sandlæk. Fóru í blak, byggðu sandkastala og óðu í sjóinn. Á leiðinni aftur í skólann var stoppað og farði í leiki, allir tóku þátt og var gaman að sjá stóra sem smáa skemmta sér í leik og starfi.
Lesa meira