Fréttir

Fjöruferð

Krakkarnir í frístund nutu veðurblíðunnar sl. fimmtudag. Fóru í skemmtilega og fræðandi fjöruferð.
Lesa meira

Valgreinadagur unglingastigs

Fimmtudaginn 19. október var valgreinadagur unglinga á Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþingi vestra haldinn hjá okkur á Skagaströnd. Nemendur í 8.-10. bekk fóru í ýmsar smiðjur meðal annars flatkökugerð, skáka, d&d, moctails og picleball. Seinnipartinn hlustuðu þau á fyrirlestur hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur en hún er sérfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra og var með fræðslu um ofbeldi og samfélagsmiðla. Það var ekki annað að sjá en að nemendur hafi verið ánægðir með daginn. Myndir frá deginum má sjá hér.
Lesa meira

Fagurlitaðir regnbogar

Fagurlitaðir regnbogar skreyttu himininn sem skartaði sínu allra fegursta í sólarupprásinni í morgun. Veður var afskaplega gott, blankalogn og spá dagsins góð.
Lesa meira

Ruslatínsla

Nemendur 1.-3.bekkjar fóru út að tína rusl þriðjudaginn sl. Ekki veitti af eftir vindasama daga á undan.
Lesa meira

Könguló sem hvergi bjó

Við í 1. Bekk erum búinn að vera að læra um köngulær og erum að vinna ýmis verkefni í tengslum við það. Við erum að lesa bókina Könguló sem hvergi bjó. Könguló sem hvergi bjó er bók sem bæði er gaman að lesa og hlusta á. Hugrökk og hjálpsöm könguló sem sýnir okkur að góð framkoma og vinalegheit skila sér margfalt til baka. Við ræddum um hvað þær hafa margar fætur og hve mörg augu og ýmsar sögur komu upp, einnig fórum við út að leita að köngulóm og skoðuðum þær tvær sem við fundum.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vindasöm vika að baki sem endaði í þessum fína fyrsta snjódegi skólaársins. Nemendur 6.og 7.bekkjar sem taka þátt í verkefninu Mílan létu það ekki á sig fá og fóru í göngutúr sama hvernig blés. Það verður tómlegt hjá okkur í næstu viku þegar 7.bekkur fer í skólabúðirnar á Reykjum en þau eiga eftir að skemmta sér konunglega og koma heim reynslunni ríkari. Fimmtudaginn 19. október, verður valgreinadagur unglinga haldinn á Skagaströnd, þá fáum við heimsókn frá Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnaskóla en þaðan koma nemendur úr 8.-10. bekk. Bendum ykkur á að skoða viðburðadagatal skólans en þar koma fram helstu dagsetningar og viðburðir er varða skólastarfið. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fyrsti snjór vetrarins

Í morgun var fyrsti snjór vetrarins mættur. Það var mikið fjör í frímínútunum þegar nemendur fóru út á skólalóðina. Margir nýttu tækifærið og fóru í snjókast, gerðu snjókarla og snjóengla. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru úti í morgun.
Lesa meira

Myndmennt

Við erum búin að bralla ýmislegt síðustu vikur í myndmennt. Yngri hópur Málaði vatnslitaverk og prófuðu að blanda salti við vatnsliti. Þau æfðu sig í að gera mósaík list, lærðu prentunar aðferð með því að mála á lego kubba og stimpla á blað. Þau horfðu á nokkrar teiknaðar stuttmyndir og teiknuðu myndir af því sem þau sáu í stuttmyndunum með klessulitum. Eldri hópur leiraði sveppi, málaði með vatnslitum og bjuggu til tvenns konar mósaík myndir.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Miðvikudaginn s.l. fengum við góða heimsókn á vegum list fyrir alla þegar þau Bragi Páll og Bergþóra komu og hittu nemendur í 7.-10. bekk og ræddu við þau um ritun, rithöfunda starfið og margt fleira. Það var virkilega skemmtilegt að fá þau til okkar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Menntabúðirnar okkar sem fyrirhugaðar eru 24. október verða færðar á aðra dagsetningu og verða að öllum líkindum 11. desember, við auglýsum það betur þegar nær dregur. Á fimmtudaginn í næstu viku, 12. október, verður valgreinadagur unglinga haldinn á Skagaströnd, þá fáum við heimsókn frá Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnaskóla en þaðan koma nemendur úr 8.-10. bekk. Við minnum svo enn og aftur á mikilvægi heimalesturs, endurskinsmerkja og þess að mæta vel sofinn í skóla. Allt skiptir þetta miklu máli. Endilega hafið samband við okkur ef eitthvað er. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Allt á fullu á skólalóðinni fyrir veturinn. Hér var verið að helluleggja, þökuleggja og skipta út kurli á fótboltavellinum. Verkefni sem nemendur skólans lögðu mikla áherslu á í málflutningi við sveitarstjórn í vor. Mikilvægt þegar nemendur upplifa að skoðanir þeirra skipta máli. Við minnum á mikilvægi þess að láta vita ef nemendur forfallast, hægt er að hafa samband við Björk ritara, eftir kl. 7:30, með því að hringja í s.4522800, senda tölvupóst á hofdaskoli@hofdaskoli.is ásamt því að tilkynna gegnum heimasíðuna. Hafragrauturinn góði er svo alltaf á sínum stað á morgnanna. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira