Fréttir

Lausar stöður við skólann á næsta skólaári

Starfsfólk vantar við Höfðaskóla frá og með 1.ágúst 2020.
Lesa meira

Nýtt bókasafn Höfðaskóla

Í haust fagnaði Höfðaskóli 80 ára afmæli. Það hefur lengi verið draumur nemenda og starfsfólks að taka bókasafnið í gegn, kaupa þar inn ný húsgögn og gera það eftirsóknarverðara fyrir nemendur. Sá draumur varð að veruleika þegar Sveitarfélagið Skagaströnd gaf skólanum ný húsgögn á bókasafnið í afmælisgjöf. Þessi gjöf var kærkomin og mun nýtast okkur vel. Takk kærlega fyrir okkur.
Lesa meira

Grímuball

Öskudagsskemmtun verður haldn í íþróttahúsi Skagastrandar miðvikudaginn 26. febrúar kl 17.00 – 18.00 Gengið inn niðri að vestanverðu. Ekki er leyfilegt að vera á skóm inni í sal. Hvetjum alla til að mæta í búning. Bestu kveðjur Foreldrafélag Höfðaskóla
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Ótrúlegt en satt þá er einungis ein vika eftir af febrúar sem líkt og janúar hefur hrekkt okkur með vondum veðrum og kvefi. Umhverfisnefnd fundaði í vikunni og hægt er að nálgast fundargerð á heimasíðu skólans. Næsta vika verður viðburðarík mánudaginn er bolludagur og mega nemendur koma með bollur með sér í nestið. þriðjudaginn er sprengidagur og boðið uppá saltkjöt og baunir í Fellsborg. miðvikudaginn er öskudagur, nemendur mega mæta í furðufötum/búningum í skólann og svo er frí eftir hádegið svo hægt sér að fara á fyrirtækjaflakk og syngja. nemendum 1.-4.bekkjar stendur til boða, eins og önnur ár, að fara með frístund og syngja. Vetrarfrí verður föstudaginn 28.febrúar og mánudaginn 2.mars og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þessa daga. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Fuglahús úr mjólkurfernum

Í tengslum við grænfánaverkefnið er lögð áhersla á endurnýtingu efniviðs. Hér má sjá fuglahús sem nemendur á yngsta stigi unnu úr mjókurfernum. Áhugasamir um verkefnið geta tekið sér göngutúr og séð húsin í austurgluggum skólans á neðri hæð.
Lesa meira

BINGO

Laugardaginn 15.febrúar sl. héldu nemendur í viðburðastjórnun Höfðaskóla Bingo. Veglegir vinningar voru í boði og einnig var hægt að kaupa veitingar í hléi. Samtals safnaðist 107.700kr. og allur ágóði rann til Krabbameinsfélags Austur Húnavatnssýslu. Við þökkum þeim sem mættu kærlega fyrir stuðninginn.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst á morgun föstudaginn 14.febrúar

Góðan daginn Skólahald fellur niður á morgun, föstudaginn 14.febrúar 2020, að beiðni lögreglustjóra umdæmisins þar sem aftakaveðri er spáð. Förum varlega og sýnum aðgát. Kveðja, Sara Dilja og Guðrún Elsa
Lesa meira

112 dagurinn

Í dag er 112 dagurinn en hann er haldinn ár­lega 11. febrúar (11.2). Mark­mið dagsins er að kynna neyðar­númerið 112 og starf­semi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikil­vægi þessarar starf­semi og hvernig hún nýtist al­menningi. 112 er sam­ræmt neyðar­númer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að að­eins þarf að kunna þetta ein­falda númer til þess að fá að­stoð í neyð.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikurnar halda áfram að þjóta hjá og langþráður febrúar mánuður loksins farinn af stað. Janúar var frekar langur og flestir hér sammála um að hann hafi sennilega liðið helmingi hægar en allir aðrir mánuðir :) Veikindi hafa verið að herja á nemendur og við vonum að allir fari nú að hressast. Í gær var gangafundur með nemendum þar sem við kynntum fyrir þeim nýtt fyrirkomulag með handþurrkur á salernum. Í tengslum við grænfána verkefnið erum við að skipta út pappírs handþurrkum fyrir fjölnota þvottastykki. Annars er lítið að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Hreyfiþraut

Í tilefni af Lífshlaupi ÍSÍ þá er búið að setja hreyfiþraut á ganginn fyrir framan kennslustofurnar á yngsta stigi. Nemendur skólans allt frá 1.-10. bekkjar hafa verið að prufa í morgun og hefur þetta framtak vakið mikla lukku.
Lesa meira