06.10.2020
Í 10 gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 kemur fram að við grunnskóla skuli starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess.
Í dag var Nemendafélag Höfðaskóla stofnað og kosið í stjórn þess. Niðurstöðurnar voru svohljóðandi:
Úr 8. bekk eru þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Steinunn Kristín Valtýsdóttir í stjórn og Ásgeir Sigmar Björnsson varamaður
Úr 9. bekk eru þau Óðinn Örn Gunnarsson og Stefanía Hrund Stefánsdóttir í stjórn og Ísabella Líf Tryggvadóttir varamaður
Úr 10. bekk eru þau Gabríel Goði Tryggvason og Karen Líf Sigurbjargardóttir í stjórn og Sonja Rut Jónþórsdóttir varamaður.
Formaður nemendaráðs verður kosinn á fyrsta fundi félagsins en hann mun koma úr röðum 10. bekkinga.
Í stjórninni sitja einnig skólastjórnendur, Sara Diljá og Guðrún Elsa. Fyrsti fundur félagsins er fyrirhugaður síðar í mánuðinum.
Lesa meira
06.10.2020
Aðalfundi foreldrafélagsins frestað
Vegna hertra aðgerða þríeykisins verðum við að fresta fundarhöldum til 26.októbér til að byrja með. Við munum minna á fundinn þegar nær dregur
Bestu kveðjur
Stjórnin
Lesa meira
02.10.2020
Sæl og blessuð
Vikan leið hratt í Höfðaskóla og það var ýmislegt um að vera. Unglingastig fékk Bjössa rafvirkja í heimsókn og hann kenndi nemendum að búa til millistykki, lóða og nýta sítrónur og kartöflur sem orkugjafa.
Nemendur í 4.bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Sú hefð hefur skapast hér í Höfðaskóla að nemendur fá kaffi í boði skólans að prófi loknu og í þetta sinn var boðið uppá pizzastykki, ostaslaufur og epla/appelsínusafa.
Kennarar eru í óða önn að ljúka við að færa inn niðurstöður úr Lesfimi og verða þær sendar heim með nemendum í næstu viku.
Niðurstöður verða einnig aðgengilegar á Mentor.
Annars er lítið að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir, lífið gengur sinn vanagang og allir hressir og kátir.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira
25.09.2020
Þessi vika hefur verið viðburðarrík og nokkuð köld veðurfarslega. Nemendur unglingastigs hafa unnið að verkefnum tengdum rafmagsfræði, vindmyllum og orkuöflun og verður áframhald á þeirri vinnu í næstu viku. Nemendur miðstigs hafa meðal annars verið að vinna að tímalínu varðandi tækniþróun og þá hafa þeir einnig verið að læra um almenn brot og dönsku. Fimmtudag og föstudag þreyttu svo nemendur 7. bekkjar samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Nemendur á yngsta stigi hefur verið að læra ýmislegt um lífverur og hafa unnið meðal annars hugtakakort varðandi þær. Þá er verið að rækta linsubauna- og melónuplöntur á yngsta stigi.
Nemendur unglingastigs er afar þakklátt fyrir að lúsin er ekki mætt þetta haustið og vilja því minna alla á mikilvægi þess að kemba reglulega.
Góða helgi
Lesa meira
24.09.2020
Nemendur á unglingastigi sem eru í hestavali fengu alíslenskt veður til útreiða miðvikudaginn 23.sept. Hinur ungu knapar létu það nú ekki á sig fá og brostu móti sól og snjó.
Lesa meira
23.09.2020
Í Höfðaskóla stendur nemendum og starfsfólki hafragrautur til boða alla morgna frá kl. 7:45.
Það er gott að setjast niður og eiga notalega stund saman á morgnanna og hefur grauturinn verið vel sóttur.
Lesa meira
23.09.2020
Skólinn fékk styrk frá Forriturum framtíðarinnar til að kaupa smáhluti til forritunarkennslu. Einn af þessum hlutum sem keyptir voru kallast Breakout EDU og er um að ræða kassa sem hægt er að læsa og nokkra lása, bæði talna og bókstafa. Nemendur þurfa síðan að leyta að vísbendingum til að geta leyst þrautirnar og opnað lásana.
Breakout í kennslu er ekki ósvipað því sem kallast "escape room" og er vinsæl afþreying víða um heim. Breakout er frábær leið til að vinna með mikilvæga lykilhæfni eins og samvinnu, lausnaleit, gagnýrna hugsun og samskipti. Breakout hentar öllum aldurshópum og er hægt að nota með hvaða námsefni sem er.
Nemendur á miðstigi voru svo heppnir að fá að vígja Breakout"ið" og var ansi mikið spjallað og pælt meðan verið var að leita lausna á hinum ýmsu þrautum og sigurhrópin sem bárust um skólann þegar tókst að skrá inn rétt og losa lás.
Lesa meira
22.09.2020
Fundarboð
Foreldrafélag Höfðaskóla, boðar til aðalfundar þriðjudaginn 6. október kl. 20:00 á kaffistofu skólans.
Dagskrá fundar:
- Skýrsla stjórnar og reikningar
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
Sýnum lit og fjölmennum. Stuðningur foreldra við skólastarfið er dýrmætur og til góðs fyrir alla nemendur skólans. Minnum á sóttvarnir.
Ath. dagsetning getur breyst vegna Covid takmarkana.
Veitingar í boði félagsins.
Stjórnin
Lesa meira
17.09.2020
Nemendur á unglingastigi hafa síðustu tvær vikur verið í þemavinnu um vímuefni og skaðsemi þeirra. Eitt af verkefnunum var að útbúa heimasíðu með upplýsingum um algeng vímuefni. Síðuna má nálgast hér.
Lesa meira
17.09.2020
Heil og sæl
Áfram líða vikurnar og september rúmlega hálfnaður. Á morgun er starfsdagur hjá okkur, nemendur því í fríi og starfsfólk skólans mun sækja námskeið hjá Verndurum barna.
Frábær mæting var á haustfund á yngsta stigi sem er vel. Mið- og unglingastigi munu auglýsa sína haustfundi von bráðar.
Á þriðjudaginn s.l. fengum við þær Lóu og Lindu í heimsókn í tengslum við verkefnið hnýtum hugarflugur. Þær hittu nemendur í 3.-10. bekk og ýmist kynntu sig og sína starfsemi eða unnu lítil verkefni með nemendum. Mjög skemmtileg heimsókn.
Að lokum minnum við á ávaxtastundina okkar góðu, alla miðvikudaga. Ekki er þörf á að koma með nesti þá daga.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira