11.02.2021
Hinn árlegi 112 dagur var haldinn hátíðlegur í dag. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.
Viðbragðsaðilar hér á Skagaströnd:
- Björgunarsveitin Strönd
- Lögreglan
- Slökkviliðið
- Rauði krossinn
Mættu á bílastæðið við íþróttahúsið með allan sinn bíla- og tækjaflota og leyfðu nemendum skólans berja græjurnar augum.
Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
11.02.2021
Nemendur á unglingastigi í forritunarvali fóru á yngasta stigið í morgun og kynntu forritanlegu kúluna Sphero fyrir krökkunum. Krakkarnir höfðu mjög gaman af þessari heimsókn.
Lesa meira
09.02.2021
Nemendur á miðstigi eru ekkert að láta "smá" hálku á körfuboltavellinum stoppa sig og yngri krakkarnir eru himinsæl með snjóinn sem var mokaður í fjall á skólalóðinni.
Lesa meira
05.02.2021
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nemendur unnu við ýmis verkefni. Veðrið hefur verið gott og fóru nemendur og starfsfólk í frístund m.a. upp á tjaldsvæði á mánudaginn og nutu þess að vera úti.
Við erum farin að huga að árshátíð og verður nánari útfærsla á henni kynnt þegar skipulag liggur fyrir. Ljóst er að árshátíðin verður rafræn þetta skólaárið en dagsetning hefur ekki enn verið ákveðin.
Í lok síðasta skólaárs áttu nemendur skólans að fá danskennslu sem féll niður vegna þeirra takmarkana sem þá voru í gildi v. covid. Nú horfir svo við að hægt sé að hafa danskennsluna í mars og höfum við lagt undir vikuna 15.-19. mars. Nánara skipulag verður kynnt þegar það liggur fyrir.
Foreldrakönnun skólapúlsins hefur verið send út og hvetjum við foreldra til að taka þátt. Skólinn þarf að ná 80% svarhlutfalli svo könnunin teljist marktæk og eins og staðan er núna er svarhlutfall aðeins 35%.
Við minnum á mikilvægi þess að hafa ætíð í huga að jákvæður skólabragur er sameiginleg ábyrgð nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Nemendur, foreldrar og starfsfólk sýna hvert öðru kurteisi og virðingu.
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur og við hvetjum ykkur áfram til að vera dugleg að skoða heimasíðuna okkar, þar setjum við reglulega inn fréttir og myndir.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
05.02.2021
Nemendur á yngsta stigi hafa verið að fjalla um landnám Íslands og Ísland áður fyrr. Rúnaletrið fannst þeim sérstaklega áhugavert og unnu skemmtilegt verkefni því tengdu.
Lesa meira
04.02.2021
Umfjöllun um niðurstöður Samróms, lestrarkeppni grunnskóla, í Krakkafréttum á RÚV ásamt viðtali við einn af frábæru lesurum Höfðaskóla hana Ylfu Fanndísi Hrannarsdóttur en hún var ein þeirra sem skráði sig sem einstakling og las 12.254 setningar.
Höfðaskóli fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur en í nafni skólans voru lesnar 102535 setningar af 516 keppendum, vel gert nemendur, foreldrar og aðrir þátttakendur!
Lesa meira
03.02.2021
Á mánudaginn lögðu þeir sem eru í frístund upp í ferð. Förinni var heitið upp Hólabrautina með nesti, sleða, þotur og þessháttar búnað. Áfangastaðurinn var Hólabergið til að renna sér og hafa gaman.
Lesa meira
29.01.2021
Í vikunni voru nemendur á miðstigi að vinna með tölfræði í stærðfræði. Verkefni var byggt upp sem hópverkefni og skipulagt útfrá hæfniviðmiðum í Aðalnámskrá grunnskóla. Hóparnir réðu á hvaða hátt upplýsingunum sem var aflað var skilað.
Í lok dagsins í dag bauð miðstigið síðan nemendum á yngsta stigi í heimsókn og voru spiluð hin ýmsu spil og dansað.
Skemmtileg samvera sem verður endurtekin.
Lesa meira
29.01.2021
Vikan hefur verið viðburðarrík og ánægjuleg.
Á mánudaginn lauk lestrarkeppni grunnskólanna hjá Samrómi og við lentum í 2. sæti í okkar flokki og 3. sæti yfir landið. Þær Súsanna og Steinunn Kristín tóku við viðurkenningu á Bessastöðum fyrir hönd skólans á miðvikudaginn. Á fimmtudagsmorgni var gangafundur með skólastjórnendum og þar fengu Ylfa Fanndís og Lárey Mara viðurkenningu frá skólanum fyrir frábæra frammistöðu í lestrarkeppninni, en þær lásu samanlagt ríflega 20.000 setningar!
Við unglingarnir höfum verið að fjalla meðal annars um sjálfsmynd, kynlíf og klám í vikunni og á miðvikudaginn fengum við Steinar Gunnarsson rannsóknarlögregluþjón á Sauðárkróki á netfund með okkur. Hann fór yfir ýmis mál varðandi stafrænt kynferðisofbeldi og ofbeldisbrot af því tagi. Þetta var mjög gagnlegur og góður fundur. Við erum búin að útbúa jafningafræðsluefni og foreldrafræðsluefni sem við getum vonandi deilt á næstunni.
Miðstigið er að læra um landafræði Íslands og er að vinna “sérfræðingaverkefni” tengt því efni og vinna í fjölbreyttum tölfræðiverkefnum í stærðfræði. Yngsta stigið tók öllum snjónum sem safnaðist hér síðustu vikuna fegins hendi, því hér á skólalóðinni hafa skapast miklir ævintýraheimar til að leika sér í. Erum ekki viss um að allir bæjarbúar séu jafnánægðir með allan snjóinn.
Nemendur í 10. bekk tóku þátt í rafrænu skemmtikvöldi hjá Nemendafélagi FNV á fimmtudagskvöldið. Þá ætla 10. bekkingar að standa vaktina í Kjörbúðinni í dag, föstudag, frá 15-18 og selja margnota grímur til fjáröflunar fyrir væntanlegt skólaferðalag í vor.
Megið þið eiga góða og gleðilega helgi.
Unglingastigið.
Lesa meira
28.01.2021
Miðstigið teiknaði uppstillingu, flöskur og epli, frá mismunandi sjónarhornum og æfðu sig í að teikna ljós og skugga inn á myndina. Frábærar myndir hjá þessum snillingum.
Lesa meira